Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, April 22, 2008

Leuven Reunion in Göttingen

Um síðustu helgi fór ég til Göttingen í Þýskalandi að hitta vini mína frá því á fyrstu önninni sem Erasmus í Leuven.




Strákarnir og Stella - þvílík gleði!
Helgin var meiriháttar, enda ekki annað hægt í svona góðra vina hóp.
Við fórum í háskólapartý þar sem ég og vinur minn skiptum um hlutverk, he became me and vice versa. Flottur jakki og maaaaans bag er klárlega málið.
Ég drap næstum sjálfa mig og fleiri í kringum mig á allt of stóru hjóli. Heilræði dagsins; don't bike while drunk! I mean it! Reyndar var hjólið með stæla þúst þannig að þetta var ekki bara ég... nei nei. Hjól dauðans fór allavega klárlega með stjórnvöldin en ekki ég.
Á laugardeginum vaknaði ég við fyrsta hanagal... or so to speak. Það sem eftir lifði helginni voru nú bara tekin rólegheit á þetta. Eitt djamm var meira en nóg enda var föstudagsdjammið sennilega eitt mesta djamm sögunnar... og þynnkan réði ferðinni á laugardaginn. Þynnkan hindraði Team Vala þó ekki í því að rústa Team Garlic í mini golfi. Damn we rock!
Tja fleira er svosem kannski ekki veraldarvefsvænt eftir ferðina.
Lýk þessari þunnu færslu með orði helgarinnar:
Schweingel.
Nauðsynlegt að kunna.
Bæti kannski við meiru síðar ef mér dettur eitthvað í hug... efast samt um það, heilinn er kominn í próf gír og þá er nú lítið á honum að græða!
Túmorró; Ísland!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home