Lesstofudvergur í Leuven

Wednesday, April 16, 2008

Ask the computer

Í gærkvöldi var ég viðstödd enn eina opnunina undir hátíðinni Iceland on the Edge sem heppnaðist einstaklega vel, svo ekki sé nú minnst á hvað var voða gaman að fá yet another opertunity til að network my ass off. Hinsvegar var ég sökum þessa mei-heiriháttar networking opertunity svo syfjuð í morgun að ég fór í vitlausar buxur... ég mætti því í brúnum buxum og svörtum jakka - tvílitri dragt - á sendiherrafund í ráhherraráðinu. Trendsetter...? Computer says noooo... Þegar ég leit útúm gluggan í morgun, áður en ég klæddi mig í brúnu buxurnar og svarta jakkann, sá ég að sólin skein hátt á lofti. Yndislegt hugsaði ég með sjálfri mér. Fór þessvegna í stuttermapeysu (við brúnu buxurnar sem á þessum tíma ég hélt enn að væru svartar) og þunnan svartann jakka - dragtarjakkann minn (Þennan sem passar ekki við brúnu buxurnar). Nú stuttermapeysan var ekki mikið gáfulegri en brúnu buxurnar - sem pössuðu ekki við svarta jakkann minn - afþví nú er ég nær dauða en lífi af kulda enda er loftræstingunni hérna í vinnunni stjórnað af djöflinum og freekin' freezing úti. Gluggaveður...? Computer says yes!
Ég er samt voða glöð og sæl með lífið. Ég er að fara á Leuven reunion í Djörmaní um næstu helgi. Svo er það Ísland í 3 vikur, 3 próf og a.m.k. eitt gelludjamm. Vúhú!

Túmorró: Lopapeysa og flísbuxur.

8 Comments:

At 4:29 PM, Anonymous Anonymous said...

Ef þú ert nógu örugg með þig þá munu aðrir fljótlega fara að birtast í tvílita drögtum...

 
At 11:19 PM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Hahaha! Já, ég treysti bara á það ;o)

 
At 10:18 AM, Blogger Rannveig said...

Þó þetta væri algjört fashion "no no" í hinum stóra heimi þá er ég hins vegar ekki viss um að hinir æ svo smekklegu belgar taki eftir svona trendsetti :)

 
At 10:33 PM, Anonymous Anonymous said...

Ertu búin að gleyma í hvaða landi þú ert? ekki viss um að Belgar viti hver munurinn á svört og brúnu er... eða bara yfirleitt muninn á nokkru! ég segi bara go for it... go crazy! þú mætir kannski bara í bleikum buxum og rauðum jakka á morgun? dúhúd flipp!

 
At 12:31 PM, Anonymous Anonymous said...

Ok, er ekkert fyndið að pabbi var að segja mér nánast sömu söguna af sér á laugardaginn. Hann fór semsagt í afmæli kvöldið áður og fattaði það ekki fyrr en í miðju partý að hann var í dökk bláum buxum við svarta jakkann sinn, ekki svörtum buxum!!! Mamma náttlega gólaði þetta upp yfir allt partýið!!! Þakkaðu bara fyrir að þú varst ekki í afmæli með mömmu! Heldur í Belgíu.

 
At 2:49 PM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Hahahah! ja sjaldan fellur eplid langt fra eykinni... hinsvegar er eg ekki med belgum a fundum i radherraradinu. eg er med allra thjoda kvikindum, t.d. frokkum og itolum sem longum hafa thott afar nymodins. tusjey

 
At 1:00 AM, Anonymous Anonymous said...

Hahaha flott á því Vala mín Í svörtu og brúnu.....en já ég segi sama og aðrir - Belgar eru ekki töff. Vá hvað ég sé Möggu Hreins fyrir mér góla yfir alla að pabbi ykkar hafi ekki verið í stíl....alveg eins og þegar mamma þurfti að láta alla í partýinu vita af því að pabbi var óvart í gallabuxum af henni!!!! Þær eru ótrúlegar þessar systur :) og við verðum örugglega allar eins og þær!

Svo bara á leiðinni til Íslands í próf....þú veist þú ert velkomin í Háaleitisbrautina í gistingu ef þú vilt :)

Kv. Kristín frænka

 
At 3:54 PM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Hahahah! Já þær eru kostulegar systurnar. Og kannski svolítið utan við sig mennirnir þeirra...
Við erum miklu meira hip og kúl. Er þaggi? hehe

Takk fyrir það Kristín mín, ég kannski þigg það boð í einhverjar nætur ;) Í öllu falli sjáumst við væntanlega eftir nokkra daga

 

Post a Comment

<< Home