Vor
Síðastliðna tvo mánuði er ég búin að:
- Fara tvisvar til Djörmaní á námskeið og hitta m.a. uppáhalds prófessorinn minn sem ég elska að hata... in jó face skiluru! We do too have crimes in Iceland.
- Fara á opnunina á Iceland on the Edge, Icelandic Airwaves og Pétur Gaut í leikhús with my gay better half svo eitthvað sé nefnt.
- Reka hótel.
- Fá fullt af gestum; takk fyrir komuna alle sammen :o)
- Borða þrjú páskaegg; takk fyrir mig.
- Loka hótelrekstrinum... tímabundið a.m.k.
- Fara til Amsterdam á skíði... or so to speak,
- Borða meira Sushi en allir Japanir til samans innbyrgða á heilu ári,
- Klippa mig... again. When am I gonna learn?
- Týna veskinu mínu tvisvar... og finna það aftur tvisvar.
- Halda tvö fabjúlös partý í my fabjúlös penthouse.
- Djamma til 9.30 um morguninn. And before you ask, no I'm not on drugs...
- Fara næstum á deit með fyrrum vistmanni á geðveikrarhæli. This is what's out there for us single gals.
- Byrja á mastersritgerðinni minni - Halelúja. Amen.
Ævintýrin í lestinni halda líka áfram. S.l. mánudag var ég svolítið sein, verandi mánudagur and all. Jæja, hið daglega ferðalag samanstendur venjulega af; Leuven - Brussel Noord, Brussel Noord - Brussel Schuman. Síðari hlutinn tekur venjulega 5-7 mínútur. Þennan mánudag (dauðans) tók hann hinsvegar 55 mínútur. Afþví lestarstjórinn ákvað að keyra útá flugvöll, stoppa þar í rúmt korter - án þess þó að opna lestina - snúa svo við og stoppa ekki fyrren á Merode. Sem er stoppustöð sem ég vissi ekki að væri til og lestin á ekki að stoppa á. Frelsinu fegnir ruddust allir farþegarnir útúr lestinni. Á sama tíma. Soldið svona einsog þegar beljunum (Belgunum) er hleypt út úr fjósinu (lestinni) á vorin.
4 Comments:
Takk fyrir okkur, fengum að gista í svítuni í heila viku!!! Já og ertu búin að láta laga lásinn, þannig að það sé ekki hægt að læsa þig inni? Tinna
MOhahhaha... Hvernig væri að gefa út bók? "The Trains of Belgium - DON'T DO IT"
Velkomin aftur til lífsins :)
Meira að segja helvíti fínt hótel sem þú rekur. Tek samt undir með Tinnu með lásinn, liggur helvíti vel við höggi með að vera læst inni.
Luv Gústi
Post a Comment
<< Home