Hvað er þetta með veraldarvefinn og aðgangsorð?
Hvert sem maður villist á netinu þarf aðgangsorð.
Í framahaldi af þessum hugleiðinum er rétt að tilkynna það að það er einmitt vegna þessa sem engar myndir hafa birst á síðunni í háa herrans tíð.
Ég vil fyrir alla muni kenna gríðarlegum fjölda aðgangsorða, sem kunna þarf, um gleymskuna, en ekki brigðulu minni.
Hvað er þetta svo með Sunnlendinga og að hlæja að Norðlendingum fyrir að segja moli. Þeir hljæja sig máttlausan og segja svo: moli, frá hvaða öld er þú? Maður segir brjóstsykur (einmitt af því það er svo mikið nýyrði... ræt. Eina manneskjan sem ég þekkti fyrir norðan sem sagði brjóstsykur var langamma. Amma mín segir ekki einu sinni brjóstsykur.)
Nú svo koma Sunnlendingarnir í sjoppuna að versla bland í poka og ég segi eitthvað sérstakt? Þá segja þeir já bara brjóstSYKA ! HA! Þessi orðnotkun er ekki einu sinni hlægileg. Hún er sorgleg.
Sykur er ekki til í fleirtölu gott fólk.
Hér er sykur, um sykur, frá sykri, til sykurs. Já, og brjóstSYKUR, ekki sykra!! Já, þið ættuð að hlæja aðeins meira að manni fyrir að segja moli, og kunna svo ekki einu sinni að fallbeygja ykkar orð. Iss segi ég nú bara. Hef ég ákveðið fylgja fordæmi Rokklingsins og hefja orðabók Norðlendingsins hér til hliðar. Talandi um að vera í minnihlutahóp: harðmæltur dvergur. Kannski ég gerist lesbísk, þá gæti ég gerst forseti minnihlutahópa í heiminum, ég og smámælti, svarti homminn frá New York.
Smá ágrip af nýlegum atburðum:
Vífilfell bauð í kokteil síðastliðinn föstudag. Fínasti kokteill, vel veitt og bjórfræðsla í kaupbæti.
Nú Stefán Bogi Martin sigraði Orovision keppnina í kjölfarið með glæsibrag. Árangurinn náðist á cameru ásamt árangri Maríu og Don Gústos (Gústi, don't quit your day-job).
Fresturinn til að velja BA-ritgerðarefni rann út í dag... guð hjálpi okkur öllum.
Bandaríska laganemavikan gekk rosssssalega vel. Almennt blek og homminn kom sá og sigraði. Sigraði að vísu engin hjörtu, en það er önnur saga.
Smá ágrip af væntanlegum atburðum:
Í dag eru 10 dagar í flutninginn mikla!
Í dag eru 19 dagar í Danmerkurferðina miklu!
Í dag eru 2 dagar í aftökuna miklu!
Í dag er 1 vakt eftir þangað til ég hætti í sjoppunni! JIBBÍ!
Heilræði dagsins:
Krakkar, íslensk fallbeyging er nauðsynleg jafnt sem skemmtileg!