Lesstofudvergur í Leuven

Wednesday, January 26, 2005

Tollheimtumaður og fariseiji...

hefur lengi verið uppáhalds frasinn minn þegar ég vil bölva einhverjum rækilega. Nú er svo komið að ég hef gengið til liðs við þá fyrrnefndu, og hafið störf sem tollheimtumaður, what was I thinking.... (ég þvertek samt fyrir að vera líka fariseiji, það er ekki = merki þadddna á milli sko...).
Um leið og ég vil biðja fólk vinsamlega um að fara ekki of frjálslega með þennan frasa (sumt særir!) væri ágætt að fá nýjar hugmyndir. Og já, já, ég veit allt um það, hversu ljótt það er að bölva, en stundum er það nauðsynlegt. Sérstaklega þegar maður tilheyrir minnihlutahóp...


Sunday, January 23, 2005

Loksins, loksins, LOKSINS...

Eru komnar nýjar myndir!
Markús 2004,
Jólaoratoría 2004 og
Kokteill í Vífilfell og Orovision 14 janúar sl.
Góða skemmtun ;)

Friday, January 21, 2005

Tæknilegir örðugleikar

Hvað er þetta með veraldarvefinn og aðgangsorð?
Hvert sem maður villist á netinu þarf aðgangsorð.
Í framahaldi af þessum hugleiðinum er rétt að tilkynna það að það er einmitt vegna þessa sem engar myndir hafa birst á síðunni í háa herrans tíð.
Ég vil fyrir alla muni kenna gríðarlegum fjölda aðgangsorða, sem kunna þarf, um gleymskuna, en ekki brigðulu minni.
Hvað er þetta svo með Sunnlendinga og að hlæja að Norðlendingum fyrir að segja moli. Þeir hljæja sig máttlausan og segja svo: moli, frá hvaða öld er þú? Maður segir brjóstsykur (einmitt af því það er svo mikið nýyrði... ræt. Eina manneskjan sem ég þekkti fyrir norðan sem sagði brjóstsykur var langamma. Amma mín segir ekki einu sinni brjóstsykur.)
Nú svo koma Sunnlendingarnir í sjoppuna að versla bland í poka og ég segi eitthvað sérstakt? Þá segja þeir já bara brjóstSYKA ! HA! Þessi orðnotkun er ekki einu sinni hlægileg. Hún er sorgleg.
Sykur er ekki til í fleirtölu gott fólk.
Hér er sykur, um sykur, frá sykri, til sykurs. Já, og brjóstSYKUR, ekki sykra!! Já, þið ættuð að hlæja aðeins meira að manni fyrir að segja moli, og kunna svo ekki einu sinni að fallbeygja ykkar orð. Iss segi ég nú bara. Hef ég ákveðið fylgja fordæmi Rokklingsins og hefja orðabók Norðlendingsins hér til hliðar. Talandi um að vera í minnihlutahóp: harðmæltur dvergur. Kannski ég gerist lesbísk, þá gæti ég gerst forseti minnihlutahópa í heiminum, ég og smámælti, svarti homminn frá New York.

Smá ágrip af nýlegum atburðum:
Vífilfell bauð í kokteil síðastliðinn föstudag. Fínasti kokteill, vel veitt og bjórfræðsla í kaupbæti.
Nú Stefán Bogi Martin sigraði Orovision keppnina í kjölfarið með glæsibrag. Árangurinn náðist á cameru ásamt árangri Maríu og Don Gústos (Gústi, don't quit your day-job).
Fresturinn til að velja BA-ritgerðarefni rann út í dag... guð hjálpi okkur öllum.
Bandaríska laganemavikan gekk rosssssalega vel. Almennt blek og homminn kom sá og sigraði. Sigraði að vísu engin hjörtu, en það er önnur saga.
Smá ágrip af væntanlegum atburðum:
Í dag eru 10 dagar í flutninginn mikla!
Í dag eru 19 dagar í Danmerkurferðina miklu!
Í dag eru 2 dagar í aftökuna miklu!
Í dag er 1 vakt eftir þangað til ég hætti í sjoppunni! JIBBÍ!
Heilræði dagsins:
Krakkar, íslensk fallbeyging er nauðsynleg jafnt sem skemmtileg!

Thursday, January 13, 2005

Jólin afstaðin

Og janúar genginn í garð með öllum sínum látum. Tilheyrandi aukakíló eftir of mikinn mat og drykkju síðastliðinni daga. Jólin skildu sossem lítið annað eftir sig.
Jólaoratorían stóð fyrir sínu og munu myndir frá henni og hinni alræmdu skeggkeppni Markúsi 2004, sem Don Gústos sigraði með glæsibrag, birtast innan tíðar. Einungis nokkrar vangaveltur eftir Oratoríuna:
Hvaða síðhærðu félagar hössluðu.. og þá meina ég ekki hvern annan, þó að annar hafi nú verið orðaður við sama kynið.... hann er greinilega ennþá á báðum áttum.
Hvað var með Ray-Baninn hjá Dísu? Var hún undercover þetta kvöld, og ef svo er, hvar er slúðrið?
Hvar endaði Halli-mal?
Og hver kom síðastur heim?

Alltaf gaman að segja frá því þegar ný ást kviknar. Nú eru það Dúddi og Valborg eru komin á fast eftir langar samningaviðræður og undirritun í vottaviðurvist. Já stelpur, hann er genginn út, álitlegasti piparsveinn deildarinnar.... Verð að viðurkenna að andrúmsloftið á lesstofunni varð ólíkt bærilegra. Hvað er þetta með próf og ... Og hvernig var með þetta frísvæði sem átti að koma á laggirnar. Jói ætlaði meira að segja að redda lökum.

Vífilfell annað kvöld og Orovision keppnin. Lofar allt saman góðu. Að vísu enginn búnað skrá sig í Orovision nema Rokklingurinn (sem er náttúrulega sjálfkjörin sigurvegari, bara fyrir að vera Rokklingur), sem ætlar að syngja Nína og Geiri. Orðrómur er uppi um það að Daði á Barkarstöðum ætli að liðsinna henni með Geira og stjórnin verði í bakröddum. Í hléi verður Dabbý með dansatriði.

Að lokum bara ein spurning:
Hver vann aftur stjórnar Trivialið hjá Maríu síðustu helgi? Var það Háttvirtir (og sauðdrukknir) MR-ingar eða var það Rest??? Dúddi, kannski þú hafir svarið.

Heilræði dagsins:
Mættu í tíma, ekkert rugl. Fjarnám er fyrir dreifara.
O&O