Lesstofudvergur í Leuven

Monday, January 30, 2006

Ef madur er ad fara til utlanda...

Er naudsynlegt ad:
1. Sofa yfir sig.
2. Lenda a leigubilstjora sem a vini ur Vatneyrarmalinu.
3. Hitta kunningja i Leifstod.
4. Fa ser eins og 1-2 adur en stigid er um bord.
5 Fa ser lur i flugvelinnni Dudda til mikillar gremju.
6. Villast a Kastrup.
7. Vera salungs berusad.
8. Stay in the happy place.
9. Sja typpi a Laust...
10. Vera in nattslopp.

Sunday, January 29, 2006

Loksins...

Tuesday, January 24, 2006

Swingers

Ég var á mínum daglega 55 mínútna aksti á leið í vinnuna í morgun að hlusta á útvarpið, sem væri nú ekki frásögum færandi nema í útvarpinu var verið að tala um Swingers (látum liggja milli hluta hvaða stöð þetta var). Aníveis, pros and cons of swinging. Eftir 2-3 símtöl frá karlmönnum sem allir virtust tiltölulega hlynntir þessu nýjasta áhugamáli "flippaðra" para hringir karlmaður og segist alfarið á móti þessu og öllu því sem viðkemur.
Afhverju? Ertu búinn að prófa þetta? er hann spurður.
Nei, segir hann, ég hef aldrei prófað swingers en ég hef farið í Threesome og það gerði bara allt verra milli mín og konunnar.
Fórstu þá í þríeyki með annarri konu eða öðrum karli?
Annarri konu.
Og afhverju gerði það bara allt verra?
Afþví hin konan varð ófrísk.
Fullkomnlega eðlilegt að tilkynna þetta í útvarpinu kl. 7.50 á þriðjudagsmorgni. Í beinni.
Einmitt.
En sem betur fer hefur sagan góðan endi, and I qoute: því "hin konan" ákvað sem betur fer að eiga ekki barnið", end qoute, og Mr. Honest up there og upphaflega konan eru ennþá saman...
Aaaah, true love still excists.

Sunday, January 22, 2006

War of the worlds...

með Tom Cruise hefur hér með slegið Matrix út sem leiðinlegasta mynd í sögu veraldar. Sem verður að teljast afrek þar sem Matrix hefur trónað á toppnum hjá mér í heil 7 ár OG er jafnframt eina myndin sem ég hef labbað út af í bíó (síðan þá hef ég gert 2 heiðarlegar tilraunir til að klára myndina en ég hef bara meikað það enn). Þar á undan var það The big Lebowski, sem ég bara náði aldrei...

Svo er það annað sem ég skil ekki og það er hvað málið er með Tom Cruise... Ok hann má eiga Jerry Maguire, sem er rosa góð en að öðru leyti má hann bara henda sér í sjóinn. Maðurinn er ALLTAF eins. Hann leikur kannski ekki sömu týpuna (eða á allavega ekki að gera það) en einhvernvegin tekst honum alltaf að túlka karakterana sína þannig að þeir eru allir sami gaurinn (ákafi misskildi gaurinn sem öllum er frekar illa við í byrjun en í enda myndarinnar hefur hann "séð ljósið" og þroskast ógisslega mikið svo allir eru farnir að elska hann... þessi lýsing gæti að vísu átt við um alla karaktera í Hollywood mynd but what ever...) svo ekki sé nú minnst á The screw-up of a life time þegar hann skildi við Nicole Kidman. Soleis gerir maður náttúrulega bara ekki.

Tomma litla tókst allavega að eyðileggja annars ágætt Laugardagskvöld. Eruði að grínast hvað myndin var leiðinleg... hún var svo leiðinleg að ég er að spá í að horfa á hana aftur því ég trúi því ekki að þetta sé allt og sumt. Ég hlýt að vera að misskilja eitthvað. Við erum að tala um að myndin hafi slegið aðsóknarmet víðsegar um heim og verið talin ein af myndum ársins 2005. Eru engin takmörk fyrir því hvað fólk lætur bjóða sér? Ok versta atriðið var samt tvímælalaust þegar hann var í felum í kjallaranum með Tim Robbins gaurnum:

Not my blood, it's not gonna be my blood!!
Eða nei, þegar sonur hans grét hástöfum:
You have to let me go Dad!!
Wtf? Afhverju var sonurinn yfir höfuð í myndinni?
Oh, for crying out loud! Geimverur birtast ofan úr jörðu og ráðast á mennina? Og svo bara allt í einu deyja þær og á jafn tilgangslausan hátt og þær birtust. Common people, dó þetta plott ekki með Will Smith og Independent Day?
Það finnst mér. Ef það fæddist þá einhverntíman.

Fleiri dæmi um ömurlegar myndir eru til dæmis Family Stone, Sum of all fears, The day after tomorrow, Pearl Harbor (vááá hvað hún var léleg) og Flashdance.
Guð hvað ég hlakka til að fara út!! Only 8 days to go, undskyld kan du sige mig hvorhen er Rådhuspladsen?

Friday, January 20, 2006

Föstudagurinn 13.

Nú er vika síðan ég var milli heims og helju í annað skiptið á ævinni ... eða næstum. Maður verður að vera soldið dramantískur til að sagan hafi meiri áhrif.
Fyrri milli heims og helju saga hefst þegar ég ákvað að fara í ferðalag til Catalinu eyju undan ströndum Californiu föstudaginn 13. júlí 1999. Við flugum þangað á lítilli rellu og þar sem einkabílar eru ekki leyfðir á eyjunni tókum við rútu (ef rútu má kalla, meira einskonar járnhrúga sem varla hékk saman) frá flugvellinum í bæinn. Þegar rútuferðin var u.þ.b. hálfnu, við ennþá fjarri byggðum, heyrist hávær sprenging, rútan snarstoppar og hrökklast útí kant. Þá tekur að rjúka uppúr húddinu og brunalykt fyllir vitin. Bílstjórinn hrópar strax: everybody out!! Við þurftum nú ekki að láta segja okkur það 2 svar og ruddumst út. Djís lúís!! Ef það hefði ekki verið fyrir alla
Buffaloana sem fylla villta náttúruna þarna hefði ég verið guðslifandi fegin að komast út. En þegar út var komið hófst bara óttinn við að verða étinn lifandi... Okey, kannski ekki étinn en allavega eltur og stangaður og svona almenn óþægilegheit. But I got out alive and I thank the Lord almighty... Einmitt. Sjálfsævisagan kemur út jólin 2007 og ber nafnið: Því sem ég lendi í!

Seinni milli heims og helju sagan átti sér stað föstuagurinn 13. janúar 2006 og hófst með því að ég læsti mig út, ekki að það sé neitt nýtt. Eeen þar með er ekki öll sagan sögð. Ég keyrði mömmu í vinnuna, og keyrði svo beina leið aftur í sveitina. Þegar ég var komin að bæjardyrum uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar (or so to speak) að jeg havde ingen nogel... /&#/%$($.
"Paaabbbbbi, ég er læst úúúútiii." Ooooh, það var ekkert í stöðunni annað en að fara uppí Grafarvog í morguntraff(t)íkinni til að sækja húslykla oooog svo aftur út í sveit. Alls gera þetta tæpa þrjá tíma á rúntinum. Á föstudagsmorgni ... hreint lövlí. Fyrir þá sem ekki vita hef ég flutt hreppaflutningum og bý núna í námunda við Borg óttans, Bláa lónið er í bakgarðinum og Álverið í Straumsvík fyllir fagurt útsýnið úr stofuglugganum. Hreint yndislegt. Ferskt fjallaloft; bætir, hressir og kætir.
Vinnudagurinn gekk nokkurnvegin áfallalaust fyrir sig. Að honum loknum skelltum ég og Dabbý Kúlurass okkur á nýársfagnaði Tollstjóra. Þar viðhafði Tollstjórinn nokkur vel valin orð um hversu vel starfið hjá embættinu hefði gengið á liðnu ári. Wtf?
Ég veit ekki hvort er verra:
a. Hann lifir í blekkingarheimi og trúir því actually að starfið hafi gengið vel á liðnu ári og manneklan og fjöldauppsagnirnar hafi engin áhrif haft á innheimtu opinberra gjalda (og hér er ég kvóta hann sjálfan síðan í viðtali við Rúv í haust) eða
b. Hann heldur að við starfsfólkið séum ekki alveg með á nótunum og trúum honum.
Aníveis, eftir að hafa fengið okkur snittur, sem samanstóðu að mestu úr matarafgöngum úr mötuneytinu frá liðinni viku, í dulargervi, (halda þeir virkilega að maður fatti þetta ekki? Ef aðalréttur fimmtudagsins 12. er Saltfiskur og svo eru bornar fram snittur með Saltfisskalati... það þarf nú engan eðlisfræðing til að ráða Saltfisksráðgátuna) og smá áfengi skelltum við okkur í Landslagakokteilinn. Þegar á áfangastað var komið ákváðum við að taka lyftuna upp á 6. hæð. Við troðum okkur þarna 7 í lyftuna (hún var 7 manna með burðarþol uppá 520 kg) en þegar lyftan er komin framhjá 5. hæð stoppar hún.
Hver festist í lyftu on this day and age?? Allavega það tók slökkviliðið u.þ.b. klukkustund að komast á staðinn... okey, okey, túmöts drama? Nei, nei okkur var hleypt út eftir ca. korter og við okkur sagt: þið látið þetta ykkur að kenningu verða... Helvítis letin að taka ekki bara stigan.
Ég ætla aldrei aftur í lyftu.
Næst þegar 13. ber upp á föstudegi hringi ég mig inn veika. I'm staying home and in bed! Og hana nú.

Hvað er þetta annars með föstudaginn 13? Ahverju er hann óhappa?? Sagan á bakvið hjátrúna óskast hér með. Og ef þú segir að hjátrúin sé bara bull hefurðu greinilega ekki nennt að lesa sögurnar að ofan!