Lesstofudvergur í Leuven

Friday, July 29, 2005

Reifhátíðin Dúddi 2005 - MYNDIR

Kirkjubæjarklaustri helgina 22.-24. júlí.

Reifhátíðina í ár var fjölskipuð fulltrúum minnihlutahópa víðsvegar af landinu: þarna mátti finna Rauðhærða, Geðsjúka, Dverg/a (samt ekki Rauðhærðan, Geðsjúkan Dverg, vóhó, talandi um að eiga engan séns í lífinu), Homma, Konur, Dreifara og Laust. Hátíðin í ár var styrkt af Bakkusi, Seðlabankanum og Sólinni. Sá allra rauðhærðasti í hópnum var þó sponseraður af Ogvodafone, sem þekkt er fyrir að vera vinur litla mannsins. Þeir útveguðu kallinum tjald og tjaldstól svo eitthvað sé nefnt.

Tjaldbúðirnar risu hratt. Tjaldað var á sama svæði og þar sem útihátíðin Uxi ’95 var haldin. Þið vitið, svæðið rétt fyrir utan Kirkjubæjarkalustur þar sem hljómburðurinn er alveg eins og í Fjölskyldu – og húsdýragarðinum. Magnað helvíti. Tjöldin voru af öllum stærðum og gerðum. Sumir voru með hina ýmsu varahluti sér til aðstoðar og voru ekkert að stressa sig á smáatriðunum. Spurning um að koma bara með trommusettið á næsta ári. Og nýtt tjald.

Óhætt að fullyrða að Triple G hafi staðið fyrir sínu; Grill Guðjón = Genius, mmmm… takk fyrir mig.

Mr. Isebarn uppgötvaði nýjar hliðar á sjálfum sér, þá sérstaklega hvað hann er ótrúlega metro, sjaldan séð karlmann bera kvenmannstösku af jafn mikilli reisn… svo ekki sé nú minnst á sjalið. Svo er hann líka ótrúlega vel rakaður/reykaður á leggjunum. Hann ætlar að hafa samband við Fazmo á næstunni til að athuga með inngöngu enda eru þeir bara ekkert metro, nei, nei.

Ýmislegt fleira uppgötvaðist í ferðinni. Eins og að Systrakaffeeeh is the numer one hot-spot in Iceland. Þar er hægt að dansa uppá borðum, girða niðrum sig óáreittur, spila Nínu á repeat og kaupa fanta góðan Irish coffee. Hins vegar viss vonbrigði að segja frá því að ég var komin í lopapeysuna, með húfuna og vægast sagt í gírnum þegar reiðarslagið kom; Cosmo var ekki fáanlegur á pleisinu. Don’t panic, what ever you do, don’t panic, bara draga andan djúpt. Það var tímabil þarna sem ég hélt að Kaffi Krókur yrði bara “glataður sveitapöbb” í minningunni en svo var greinilega ekki. Lágmark að selja Cosmo.

Einu commentin frá heimafólki vegna undarlegrar hegðunar útilegumanna voru:

Hvað er málið með Nínu?, og:

Hvað er málið með að girða alltaf niður um sig á almannafæri? Og að flassa lögguna?

Er þetta ekki óþarfi gott fólk..?

Loks er vert að minnast á að shortcut er fyrir aumingja. Sem og vindsængur. Fjallganga um miðja nótt, bheeellekaður, er hins vegar fyrir hetjur.

Heyrðu, svo var þarna gaur sem neitaði að fara úr bolnum alla helgina. Frekar vafasamur og segja má að hann hafi vakið ótta viðstaddra oft á tíðum, þá sérstaklega er hópurinn heimsótti sundlaug bæjarins. Það er lítill drengur á Kirkjubæjarklaustri sem mun aldrei verða samur og sennilega ekki sá eini. (Pabbi, hver er með þennan kút? Ætli það sé ekki þessi þarna í bolnum).

Mental note: ef þú ert að fara í útilegu taktu þá með þér tjald, svefnpoka, tjaldstól og auka sett af bíllyklum! Það síðastnefnda getur verið krúsjalt uppá ferðina heim. Já, og ekki má gleyma húfunni, helst úr lopa. Og rörið í bjórinn. Þá ertu set.

Nauðsynjar fyrir næstu reifhátíð: ofurteip, amerískur fótbolti, brennó, vindsæng með tappa, stuttbuxur, ingredients í Cosmo, sólarvörn og ferðakamar.

Annars var bara eilea ekkert gaman, ekkert drukkið og bara heilt yfir ömurleg stemmning. Partýtjaldið engan vegin að standa fyrir sínu, Meggi Megg glataður á gítarnum og þar af leiðandi ekkert sungið. Já, já, bara allt ömurlegt. Sælir. Hefur sennilega verið svipuð stemmning og á Uxa ’95, mínus allt E-ið. Það allra ömurlegasta af þessu öllu var samt að hoppa í fossinum (þó sumir hafi ekki þorað, höhöm! nefnum engin nöfn, en sumt er bara ekki fyrir smásálir og dverga), já og veðrið. Hreint út sagt glatað veður. Enda var bara kapphlaup í bæinn á sunnudeginum. Einmitt. Meggi Megg sýndi þó af sér afar undarlega hegðun þegar hann var enn á svæðinu þegar fólk fór að skríða út úr tjöldunum. Held barasta að hann hafi verið síðastur í bæinn. Hvað eeeer að frétta?

Fyrir þá sem ekki mættu segi ég bara: NEEEEEEEEEERRRDS!

Myndirnar eru væntanlegar. Þær verða þó færri en vanalega sökum 209. gr. almennra hegningarlaga.

Tuesday, July 12, 2005

Hápunktur vikunnar náðist í morgun, ef ekki hápunktur sumarsins, jafnvel ársins. Ný mús fyrir handsnúnu tölvuna mína í vinnunni. Við erum að tala um laser - mús, sko ekkert drasl.
Guð, hvað lífið er yndislegt!

Thursday, July 07, 2005

Nauh, nauh, nauh!

Undur og stórmerki! Haldiði að myndirnar úr hórdómsbústað mannfýlunnar séu ekki bara komnar á netið. Betra seint en aldrei.
Nú, svo eru myndirnar úr "Sækjum Valborgu heim" síðan um síðustu helgi líka komnar á netið. Hátíðin var haldin til heiðurs Valborgu sem er handhafi lögregluvalds á Sauðárkróki þessa dagana. Þemalagið var Sameinumst hjálpum þeim og takmark ferðarinnar að sjá trúbardorinn á Kaffi Krók (og nei, það var ekki Geirmundur Valtýsson sem ég verð að viðurkenna að voru viss vonbrigði). Það voru 12 stk. sem héldu norður á land um síðustu helgi. Spáin laug náttúrulega og lofaði bongóblíðu en hún lét nú ekki sjá sig. Hvað um það, bíllinn var vægast sagt drekkhlaðinn, enda líkkistan og partýtjaldið með í för. Dvergar fengu framsætið þökk sé farangri, en Halli og Hákon bonduðu í aftursætinu með regnhlífina. Stofnuðu dúett: HH-kántríflokkurinn. Það er nú svo þegar maður ferðast með litla grislinga þá þarf maður að stoppa, og alls voru 4 "pissustopp/reykingastopp". Mentalnote: ALDREI að gefa Halla litla bjór í bíl!
Við renndum loks inn á Sheepriverhook um miðnætti. Stemmningin í bænum var rosaleg. Sást ekki í göturnar fyrir mannamergð og að sjálfsögðu festumst við í bílalest á leið inn í bæinn... einmitt.
Tjaldsvæðið var voða fínt og við ákváðum að koma okkur fyrir hjá unga fólkinu, svona til að leyfa fjölskyldufólkinu að fá frið fyrir drykkjulátum, Sameinumst hjálpum þeim og almennum ósiðum sem laganemar eru jú þekktir fyrir. Þá hófst hin ótrúlega þraut að koma partýtjaldinu upp, sem þeir sem voru á Reifhátíðinni Dúddi 2004 ættu nú að muna sællar minningar.... 2 Tímar takk fyrir og á endanum bara hælað niður og stöngum troðið inn svo það héngi upp. Nú að þessu sinni vorum við klók og gerðum uppsetningu partýtjaldsins að gestaþraut, því til allrar guðs lukku var maður með í för sem ekki er laganema. Hann tók málið í sínar hendur og 10 min. seinna var partýtjaldið komið upp, rétt samansett. Þá tók drykkjan við. Hún var stundum grimmt fram undir morgun. Svo kom lögreglan í heimsókn. Hún var nú ekkert að stressa sig, held hún hafi nú bara verið að leita að góðu partý, talaði eitthvað um hávaða, sem við könnuðumst náttúrulega ekkert við. Löggan gerði ekki einu sinni landan hjá gaurnum í kvenmannsfötunum úr næsta tjaldi upptækan, já klárlega að leyta að góðu partý. Eftir að allir voru farnir að sofa kom uppúr dúrnum að engu máli skipti hvar við hefðum tjaldað á Króknum þökk sé hrotunum í Hákoni. Þær héldu vöku fyrir íbúum bæjarins nær og fjær.
Um laugardaginn er ekki annað að segja en að hann verður ALDREI toppaður. River rafting í Jökulsá-eystri er mesta snilld allra tíma. Fyrir þá sem vilja lesa nánar um þetta bendi ég á Fazmo.is, en þeir voru einmitt ferðafélagar okkar, þeir og einhverjar "hækjur"... Já krakkar mínir, heng viþ feimús pípúl end jú mæt get feimús tú! Þokkalega flipppppppppaðir gaurar, and Æ kvót: þúst, skiluru: end kvót, Silvía Nótt.
Að raftinginu loknu, þónokkrum skakkaföluml, örfáum óhöppum, smá sundsprett niður Jökulsána, sem er afar hressandi og ég mæli eindregið með, var aftur haldið á Krókinn og kvöldið tekið með stæl.
Grillmaturinn var ógisslea góður, enda allir orðnir banhungraðir. Reynt að hressa uppá mannskapinn með trektinni en almenn þreyta var eitthvað að hrjá okkur. Afar einkennilegt þar sem raftingið tók ekki nema 6-7 tíma, þar af bara 3-4 í ánni á full speed... merkilegt.
Þá vil ég vekja sérstaka athygli á því að sveitagalli og Cosmo svíkur engan.
Irish coffee stendur fyrir sínu, heldur fyrir manni vöku.
Svo er líka gott að leggja sig í tjaldstól.
Á sunnudeginum var maður vakinn af svefni hinna réttlátu með hávaða roki og látum. Pakkað saman í snatri, draslinu troðið í bílinn og haldið heim á leið. Ferðin heim gekk áfallalaust fyrir sig, og ekki nema 1 pissustopp. Ótrúlegt en satt, mætti halda að mar hefði verið uppþornaður eftir helgina... eins og við lágum nú í bleyti, að innan sem utan.
Annars var helgin bara í alla staði hreint frábær og vil ég nota tækifærið og þakka ferðafélögunum fyrir félagsskapinn ;)
En er ekki best að fara að vinna aðeins??
Stekkjastaur