Lesstofudvergur í Leuven

Saturday, November 27, 2004

Efni í einkamál

Ólögmætur verknaður hefur átt sér stað.
Nú sbr. 2. mgr. 1. gr. Höfundalaga nr. 72 frá árinu 1972 teljast ljósmyndir þær sem á þessari síðu birtast ljósmyndalist (ég hef jú alltaf álitið mig ljósmyndara og listamann með meiru).
Samkvæmt 1. mgr. sömu greinar fyrrnefndra Höfundalaga á höfundur (ég í þessu tilfelli) eignarétt á verkum sínum með þeim takmörkunum sem lögin setja. Eignaréttur er jú eins og allir með-á-nótunum-laganemar vita lýstur friðhelgur af 72. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33 frá árinu 1944.
Samkvæmt 3. gr. Höfundalaga á höfundur einkarétt á því að gera eintök af verki sínu og til að birta það í upphaflegri mynd eða breyttri. 2. mgr. 4. gr. sömu laga kveður á um það að óheimilt sé að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. Sælir félagar! Óhætt að segja að útlitið sé ekki bjart fyrir ykkur...
8. gr. Höfundalaga: höfundur verks telst sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þess með venjulegum hætti eða lýstur er höfundur, þegar verk er birt (ég hef aldrei farið leynt með það, enda með eindæmum stolt af myndsmíð minni, hver er "dvergurinn" á bakvið myndirnar). Í síðar málslið 8. gr. segir að þetta gildi einnig um höfunda, sem nota gervinöfn(Lesstofudvergurinn) eða merki, þegar almennt er vitað, hver þar felst að baki (þökk sé góðvinkonum mínum Dísu og Daða á Barkarstöðum vita ALLIR hver dvergurinn er).
Samkvæmt 49. gr. margnefndu Höfundalaganna er eftirgerð ljósmynda, sem ekki njóta verndar laga þessara sem listaverk (þannig að hæpeþþettikklí, ef einhverjum ullarmígnum þættu þessar frábæru myndir ekki list, njóta þær samt sem áður verndar laganna, og hana nú! Já, strákar, útlitið verður bara svartara og svartara fyrir ykkur), sbr. 2. mgr. 1. gr., er óheimil án samþykkis ljósmyndara eða þess aðilja, sem rétt hans hefur hlotið. Nú er slík mynd birt opinberlega í atvinnuskyni eða ávinnings, og á ljósmyndari eða síðari rétthafi þá kröfu til þóknunar (ég hef sko ekki séð krónu með gati). Vernd ljósmyndar samkvæmt þessari grein skal haldast, uns liðin eru 25 ár frá næstu áramótum eftir gerð hennar (og það eru sko varla liðnar 25 mínútur frá gerð myndanna).
Að lokum vil ég benda á að brot á Höfundalögum varðar fésektum og fangelsi í allt að 2 ár, sbr. 54. gr. þeirra.
Nú vil ég benda ritnefnd Gríms Geitskós (þess ofmetna fréttasnepils) að kynna sér Höfundalög þessi í þaular því þeir munu eiga von á stefnubirtingu hvað úr hverju frá lögmanni mínu. Hvað varðar munnleg sammæli okkar félaganna um myndabirtingu skal vísast til samningalaganna í heild, þó helst ógildingarástæðu kafla þeirra auk meginreglna samningaréttarins um brostnar forsendur. Krafa um skaðabætur mun án efa höfð uppi, en hef ég ákveðið (af einskærri góðmennsku) að bíða með að súa þá félaga þar til eftir jólapróf. Gefa þeim smá séns í að klára samningarétt og skaðabótarétt.
Gleðileg Jól strákar mínir,
The Grinch

Tuesday, November 16, 2004

Dægrastytting fyrir próflesara

1. Farðu eins oft á klósettið og þú getur.
2. Kíktu reglulega á hverjir eru online.
3. Finndu upp á aulalegum spurningum til að angra alla í kringum þig, Dæmi: hérna, hvað eru aftur fordæmi? eru sett lög réttarheimild? Nr. hvað er aftur Kjarnfóðursgjaldsdómurinn?
4. Þyktust ekki skylja útskýringar þeirra, það þýðir bara meiri útskýringar og meiri frítíma...
5. Fáðu þér sem mest af kaffi því þá kemstu oftar á klósettið.
6. Ef þú drekkur ekki kaffi dugar kók, vatn og flest fljótandi.... te er líka einkar vatnslosandi.
7. Hugsaðu um hvað þú átt að gefa öllum í jólagjöf.
8. Búðu til lista yfir hverjum þú ætlar að senda jólakort.
9. Farðu á netið og dobbletjékkaðu heimilisföng þeirra sem þú ætlar að senda jólakort, þú vilt nú ekki að þessi einstöku heimaföndruðu jólakort lendi í röngum höndum.
10. Sendu fullt af sms til allra sem þú veist að eru í próflestri og segðu bara; hvarta gera???
11. Ef þú færð ekki svar, skalt þú samt svara og segja í smáatriðum hvað þú ert að gera, hvað þú ert að læra, hvernig gangi, hvað þú ert búnað borða og gera og allar kjaftasögur sem þú hefur heyrt.
12. Lestu séð og heyrt.
13. Labbaðu um lesstofuna, bara svona til að athuga hvar allir aðrir eru staddir í lestrinum.
14. Soppaðu við hvert einasta borð og andaðu hátt uppvið eyrað á öllum.
15. Passaðu þig að reka þig reglulega í einhvern svo hann snúi sér við og missi einbeitninguna.... moahahah!
16. Vertu ýkt hneyksluð á sumum, hvað þeir eru komnir "ýkt stutt" með efnið og ítekaðu að þú sért nú komin miklu lengra!
17. Segðu öllum sem nenna að heyra lestrarplanið þitt.
18. Breyttu lestrarplaninu á hverjum degi, svo þú getir sagt öllum það aftur og aftur.
19. Skoðaða mbl.is einu sinni á klst. það er jú mjög mikilvægt að fylgjast með fréttunum.
20. Í hvert sinn sem sími pípar á lesstofunni, skaltu rjúka út með þinn síma og segja hátt og snjallt; halló! Með þessu móti færðu næga hreyfingu.
21. Teldu dagana þartil prófin eru búin.

22. Teldu bjórana sem þú ætlar að drekka á Jólaoratoríu.
23. Bloggaðu oft á dag.

24. Vertu dugleg/ur að commenta á annarra manna blogg.

25. Biddu lesstofustjóra at hoc að laga helv... hurðina á lesstofunni á kortersfresti... Hugsanlega, mögulega gerist þá kannski eitthvað í þeim málum á næstu dögum.

26. Stríddu Dísu Rokkling við hvert tækifæri sem gefst.
27. Komið gott
Gangi ykkur vel í próflestrinum laganemar


Monday, November 15, 2004

Eftir langt hlé

Eftir talsverðar skammir fyrir lélega frammistöðu hefur dvergurinn ákveðið að taka sig saman í andlitinu. Fyrir þá sem ekki vita þurfti hann að sinna dverga-erindum norðan heiða í síðustu viku. Nei, honum var ekki rænt, hann fór ekki í dvergheima og, nei hann sat ekki heima og grét yfir því að vera dvergur! Enda alls ekkert sorglegt við það, eins og hann hefur alltaf sagt, þá er það ekki magnið heldur gæðin sem skipta!
Baugskokteillinn var 9 á skalanum 1-10. Vel veitt, stutt ræða og alger snillingur á tölvunni. Sá hinn sami skellti sér með afganginn af veigunum í partý til Dabbýar. Þar var orgelundirleikur og Danny Crane á staðnum. Hreint frábær skemmtun. Nú Jón Ásgeir lét sig ekki vanta og fyrir þá sem misstu af honum bendi ég á myndirnar til hliðar. Hann var að vanda vatnsgreiddur og vergjarn.
Jæja, kvöldið endað misvel fyrir mannskapnum, sumir enduðu í kápunni uppí rúmi, sumir á Hafnarfirði og enn aðrir á almennu bbeeeeleki langt fram eftir nóttu.
Um síðustu helgi var Sjallinn... Þar sem ég tilheyri minnihlutahóp, being a dwarw and all, lét ég mig nú bara vanta þangað... hinsvegar frétti ég af kommúnistum og öðrum istum og bið þá sem á staðnum voru að fylla uppí eyðurnar. Það sárvantar sögur frá kvöldinu!
En þangað til næst læt ég þetta duga