Lesstofudvergur í Leuven

Thursday, September 29, 2005

Uppsalakvedja

Omurleg ferd.
Omurlegt vedur.
Omurlegur felagsskapur.
Omurleg dagskra.
Haustlina H&M omurleg.
Enginn bjor.
I'm coming home

Friday, September 23, 2005

Veðurspá

Ef þú gerir miður gáfulega hluti þegar þú ert drukkin áttu að hafa vit á því að drekka ekki.
Í dag er 17° hiti í Stokkhólmi. Spáin fyrir næstu viku lofar jafnvel enn betra veðri. Nú svo er búningarnir komnir í framleiðslu. Þannig má segja að allt sé að smella saman fyrir ferðina miklu...
Í öðrum fréttum er það helst að þessa dagana kemur sér afar vel að vera á hjóli. Ég bruna bara framhjá öllum sem eru að skafa... Það þarf aldrei að skafa ef maður er á hjóli. Þarf að vísu að hella heitu vatni á hendurnar á mér til að þær losni frá stýrinu að hjólatúrnum loknum. Lenti í smá vandræðum í morgun af því allir nágrannarnir voru farnir í vinnuna og ég föst við hjólið. Ef þið þekkið einhvern sem getur hjálpað mér sendið hann endilega á Garðastræti fjégur.
Theinkjú end gúdnæt

Monday, September 19, 2005

Gjört í ölæði

Það eru 7 dagar í Stokkhólm - Uppsala.

Fullkomnlega eðlilegt að fara á fyllerí, viku áður en maður fer út, og panta sér flugmiða til Kaupmannahafnar....
En hvernig er það annars með grúppíu-standardinn; hefur maður farið "yfir strikið and over to the bad place" ef maður eltir goðið sitt úr landi? Segjum t.d. til Danmörku...?

Tuesday, September 06, 2005

Þriðjudagur til þrautar

Ég get svo svarið fyrir að gamli kallinn í horninu hérna á skrifstofunni var að klæmast í síman rétt í þessu!
Hvað á maður að gera við svona? Opið rými og diskmanninn batterílaus! Eyrnatappar? If I only had some with me...
Mér hefur hann alltaf þótt horfa svolítið perralega á yngri kvenmennina hérna, sérstaklega þegar maður mætir í flegnu (sem ég er by the way gjörsamlega hætt að gera). Svo fannst mér hann alltaf vera að finna sér ástæður til að káfa á manni, eins og t.d. ef hann labbar framhjá manni strýkst hendin "óvart" við rassinn á manni eða þegar maður er að ná sér í kaffi hallar hann sér alveg yfir mann til að ná í mjólkina (held meira að segja að hann drekki svart kaffi sko)íúúúúúúú!
Nú hafa allar mínar grunsemdir verið staðfestar eftir þetta símtal: ladies and gentelmen, we have a pervert among us!
That's it, rúllukragi og íþróttabuxur á morgun. Klárlega

Friday, September 02, 2005

Stokkhólmur og þaðan til Uppsala - 24 dagar

Nei, nei, ég er ekkert spennt. Er varla að nenna að fara. Vel huxanlegt að mar beili bara á þessari vitleysi... Ég meina það verður örugglega fredagsbar og kokteill þessa helgi....
Nú, undirbúningsvinnan er hafin af fullum krafti. Afþví að Dúddi fær að "fljóta" með hópnum í ferðina (mamma segir að það sé ljótt að skilja útundan), hefur hann að launum að mestu tekið að sér skipulagningu. I like to call him our Bidds. Auk þess hefur hann ekkert að gera þarna í sveitinni. Þeir vinna víst ekkert að ráði þessir dreifarar.

Biddsin er búninn að panta hótel. Þokkalega glatað hótel: a home away from home... ömurlegt.
Hef samt mestar áhyggjurnar af því að á heimasíðunni þeirra kemur ekki fram hvort þeir eru gay friendly. Ætli það þýði að þeir séu:
a) svo gay friendly að það sé óþarfi að minnast á það,
b) að þeir séu ekki gay friendly at all,
c) að þeir hafi gleymt að minnast á það eða
d) þeim sé slétt sama hvort þú sér straight, gay og by?? Við erum jú með alla flóruna í hópnum svo að mér finnst vert að pæla í þessu.
María Rún Bjarnadóttir, háttvirtur formaður Orator, félags laganema við HÍ, emeritus, var nú búin að stinga uppá því að gista bara á youth hosteli. Nema hvað aldurstakmarkið þar er 25. Ég veit ekki hvort þið vitað hvað Ágústarnir tveir eru gamlir, en þeir eru langt frá því að vera 25. Ég er náttúrulega bara 18 (till I die) og hringdi á eitt hostelið og spurði hvort það væri hægt að aldurs-jafna, afþví að við værum öll svo ung í anda. Það var ekki hægt.
Pöntunin á Rex hotel er undir Orator attorneys ef einhver vill ná í okkur og að sjálfsögðu er fax þjónusta.
Og afþví að Biddsin er nú 1 x veitingastjóri (í fámennari bæ en fjöldi meðleigenda minna) hefur hann/hún líka tekið að sér að finna veitingastað fyrir Gala - dinnerinn á mánudagskvöldinu. Niðurstaða er nú ekki alveg komin á málið, en spennan er gríðarleg. Gústi vill komast eitthvert þar sem hann fölsku tennurnar eru óhultar.
Áður en ég bókaði flugmiðan skoðaði ég gengi sænsku krónunnar og hafði samband út við félaga mína tvo, Hennes & Mauritz. Að vanda lofuðu þeir konunglegum móttökum, enda gengið massa lágt. Svo koma náttúrulega Viddi og nýjasti Drátturinn (þ.e. yfir) með út. Stokkhólmur á ekki eftir að vita what hit it!
Að lokum er það hvelv... sjóræningaþemað! Hvernig klæðir maður sig eins og sjóræningi? Og ekki segja leppur og krókur! Þokkalega þreytt. Maður má nú ekki missa kúlið, maður hefur ákveðinn standard að uppfylla.
Já, það er eins og ég segi, þetta verður ömulegt. Ég er alveg hætt við núna, pottþétt...