Lesstofudvergur í Leuven

Wednesday, November 22, 2006

Lífið í Leuven

Breaking News:

Ég er að fara til London á morgun!!!

Hlínsan mín er að koma í heimsókn eftir 2 vikur!!

Í öðrum fréttum er þetta helst:

Hér er allt að gerast. Eftir mjög rólega byrjun á nóvembermánuði var mér farið að leiðast ískyggilega mikið, maður hefur ekki einu sinni sjónvarp til að stytta sér stundir hérna. Að sjálfsögðu leist mér ekkert á þá þróun að “leiðast” sem er náttlea meirihátter un-töff og ákvað því að taka málin í mínar eigin hendur. Síðan þá hefur sósíal-calenderið verið alveg fullt af spennandi viðburðum; starting with;

International-partýi, haldið af LOKO, síðasta miðvikudagskvöld. Við Mjási ákváðum að tríta okkur með Pizzu eftir Human Rights/Helvítis Rugl og svo ís hjá Donald, Mc. Eftir langan og súran aðdraganda sem samanstóð helst af ráfi um götur borgarinnar og ekki sökum ofurölvunar, rættist heldur betur úr kvöldinu, þökk sé nokkrum flippuðum Þjóðverjum. Ég fór fyrst heim af krökkunum og þá var klukkan 3!

Fimmtudagurinn fór í að læra voða mikið. Okey, látum kannski “voða mikið” liggja á milli hluta en e-ð var jú lært þennan dag. Um kvöldið fórum við Íslendingarnir/Mislingarnir á Babel í bíó. Nú það vill einmitt svo skemmtilega til að myndin er svona fjölþjóðleg að í henni er töluð japanska, spænska, marokkóska og táknmál svo eitthvað sé nefnt. Eiginlega bara minnst töluð enska. Og einmitt gaman að segja frá því að hér í Belgíu eru textarnir á flæmsku. Myndin var voða góð/Brad Pitt var voða sætur en um hvað hún var get ég ekki sagt ykkur. Enda er það málinu algerlega óviðkomandi. Mmmmmmm. You can’t have it all; fallega manninn OG góða söguþráðinn. Can’t eat your cookie and have it too sko. Síðast þegar við Mislingarnir fórum í bíó var myndin sem við ætluðum á einmitt ekki sýnd. Já börnin góð hér í Leuven eru ævintýrin á hverju horni. Maður veit aldrei í hverju mar lendir næst!

Friday fór ég til Dr. Velo. Hann reyndi að gera það sem hann gat og sem betur fer reyndist ekki ýkja erfitt að laga bleika fákinn. Hann er nú sem nýr. Kvöldið var bara tekið rólega enda stór laugardagur framundan. Fórum í smá göngutúr til að sigrast á Geita Feita og á göngunni hittum við Íslending. Fyrsti Íslendingurinn sem ég hef hitt hér í Belgíu á förnum vegi. Hann var voða yndæll. Ohh, það er svo gaman að vera Íslendingur! Ísland er nebblilea best í heimi. Þar eru engar skíta-raðir útum allt og fólk ekki alltaf að snýta sér í vasaklútana sína. Ætli þau þvoi þá eða eru bara keyptir nýjir þegar þeir eru orðnir fullir að hori? Er til eitthvað eins og Hor-hreinsir, eins og Blettahreinsir? Þá svona anti-germs? Svo er gaman að hafa tungumál sem enginn skilur. Krakkarnir hérna eru farnir að kalla íslenskuna Leynimálið. Mohahhaahah. Ef þau bara vissu hvað við erum alltaf að tala um!

Halli Hálsbólga kvaddi loksins á föstudaginn en á mánudaginn fékk ég enn betri glaðning; Halla Hornös. Wtf! I don’t have time for this shit/bugger! Don’t they know who I am? Aðal vandamálið mitt þessa dagana er að sjúga ekki of mikið uppí nefið í tíma. Það er nefnilega álitinn dónaskapur hér í Belgíu. Hér eiga allir að vera með vibba vasaklút og snýta sér í tíma og ótíma. Já, ég á við ótrúleg vandamál að stríða hér ytra.

Laugardagurinn var tekinn snemma, hoppað uppí lest eftir myndatöku og haldið til Antwerpen. Þar vorum við allan daginn að versla. Óhætt að segja að ég hafi komið þónokkrum evrurm fátækari til baka but my closet is looking fabulous ;) Guð blessi H&M. Um kvöldið lærði ég svo bara, enda samviskubitið/Visa kortið að naga mig.

Á sunnudaginn fórum við íslendingarnir í brunch klukkan 13.00 og svo var lært fram á rauða nótt.

Á mánudagskvöldið fórum við á tónleika með Jóhanni Jóhannssyni í Stuk. Þeir voru rosalega góðir, alveg hreint meiriháttar. Við Íslendingarnir erum nefnilega ekki bara falleg og skemmtileg heldur erum við líka ógillega hæfileikarík. Mmmhhmmm. I’m telling you. You heard it here first.

Í gær fórum við Hafdís á Food Maker í hádeginu og svo í ljós. Hvítari manneskjur voru ekki til í heiminum. Ég meina þetta var fínt yfir hrekkjavökuna og þá var bara fyndið að hræða litlu krakkana með drauga/afturgöngu-látum en núna er hrekkavakan búin og grínið líka. Þannig að tan er málið. Í gærkvöldi var svo hinn margrómaði kjúkklingaklúbbur. Birkir eldaði dýrindsmáltíð og við áttum öll voða notalega kvölstund. Um miðnætti skruppum við aðeins í bæinn og kíktum á nokkra vini okkar sem voru á vægast sagt vafasömum stað. Við stoppuðum stutt, dilluðum okkur við nokkur lög, gerðum strákana vitlausa og létum okkur svo hverfa.

Í morgun þurfti ég nefnilega að vakna fyrir allar aldir til að komast í ráðhúsið útaf dvalarleyfinu mínu (which should be ready in about 2-3 weeks... uuu gott að ég er ekki hérna í eina önn, þá hefði ég rétt náð að sækja það til að skila því aftur áður en ég kveddi þetta skrýtna/skíta land...). Eftir ráðhúsið droppuðum við Hafdís aðeins við í H&M. Ég meina annað væri klárlega dónaskapur, að fara alla leið niður í bæ og heilsa ekki uppá þá félaga. Fólk þarf að læra að sýna smá virðingu fyrir náunganum.

And that was my week.

Af öðru:

Jólagjafakaupum er nú næstum lokið. Ekki nema 1 gjöf eftir og ótrúlegt en satt þá hef ég náð að halda mig við budgetið sem ég setti mér áður en kaupin hófust. Okey, kannski ekki alveg við budgetið en það eru jú alltaf leyfileg vikmörk... er þaggi? Ég er líka búnað kaupa mér jólaseríu og skreyta smá hjá mér. Held bara að penthásið mitt geti ekki orðið mikið glæsilegra.

Veðurfréttir:

Í síðustu viku var 16-18° hiti og fínasta veður. Nú er nánast ólíft úti sökum kulda. Brrrrr.

Þá held ég bara að þetta sé komið í bili. Enda þarf ég að skunda í tíma.

This has been the Mighty Midget, reporting from The fabulous Penthouse in Leuven, Belgium.

P.S. Ég er búin að gera nýtt myndaalmbúm fyrir lífið í Leuven. Fyrir forvitna endilega sendið mér e-mail (vms@hi.is) og ég skal meta það hvort þið séuð nógu töff til að sjá þær.. hihihi!

Tuesday, November 14, 2006

Stupid ass Belgian people

If I had my gun right now, I'd show them a thing or two!!! May they all choke on bad baylies as my friend Sovjet says.

Feeling good about myself these days... Why? Check it:


Can I press 4; All of the above??

Sunday, November 12, 2006

Er líða fer að jólum

Ég trúi því varla að jólin séu að nálgast og enn eitt árið að byrja. Ég hlakka þó til enda hef ég tröllatrú á árinu 2007. Ekki að árið 2006 sé ekki búið að vera gott ár. Þvert á móti, ég þarf ennþá að klípa mig annað slagið til að minna sjálfa mig á að ég sé virkilega komin alla leið hingað til Belgíu og sé að upplifa þetta langþráða ævintýri. Man it's good to be alive!!
Helgin er búin að vera róleg. Er búin að sofa og sofa og sofa... hehe. Er loksins að ná þessari flensu úr mér enda búin að vera kappklædd undanfarna daga. Fólk er farið að horfa undarlega mig. Ég er alltaf með húfu, trefil, vettlinga og í þykkri vetrarúlpu. Svo bregður maður sér af bæ og mætir fólki í stuttbuxum. Belgar eru náttúrulega alveg meiriháttar skrýtið fólk.
Á þriðjudaginn síðasta fór ég út með stelpunum í húsinu. Við ættum að hafa verið 8 en einungis 4 mættu. Við vorum að spjalla um daginn og veginn og þær spurðu mig endalaust um Ísland. Svo spurðu þær hvernig mér líkaði Belgía og hvað væri helsti munurinn á löndunum. Þ.e. hvort ég ætti í erfiðleikum með að aðlagast einhverju?
"Uuuu... já ég verð að viðurkenna að mér finnst Belgar helst til afslappaðir fyrir minn smekk. Allt of mikið af frídögum, skrýtnum opnunartímum (sem felst að mestu í því að hafa sem mest lokað) og biðröðum". Þær vildu nú ekki kannast við þetta og sögðu Belga einmitt svo stressaða og skilvirka.... Ei-heinmitt.
"Hvernig er þetta eiginlega á Íslandi"?
"Tja, verslanir eru opnar í hádeginu og á sunnudögum. Svo eru nokkrar verslanir sem eru opnar 24/7, þannig að ef mér dytti það í hug gæti ég farið útí búð um miðja nótt og keypt mér ferskvöru og eldað. Okey, maður á kannski ekki að vera mæla því bót að allt sé opið alltaf en við gætum kannski farið milliveginn". Þegar þarna var komið voru þær orðnar gapandi af undrun og það eina sem þær gátu stunið upp var:
"Hvenær hvílið þið ykkur eiginlega"???
Ehh, resting is for nerds. I can sleep when I'm old... or dead.
Í gær tókum við Hafdís okkur einmitt frí frá bókunum og ákváðum að trítla í bæinn og versla eins og nokkrar jólagjafir. Nema hvað, það var allt lokað. Enn einn andsk... frídagurinn. Belgarnir verða náttlea að "hvíla sig". Ullarmígar.
Í gær kl. 17.00 fórum við í bíó á Strákarnir okkar (Eleven men out). Hér í bæ er víst kvikmyndahátíð samkynhneigðra. Við föttuðum reyndar ekki að um samkynhneigða kvikmyndahátíð væri að ræða fyrren við mættum í bíóið og sáum einungis 2 og 2 karlmenn saman og bíómiðann en hann var skreyttur regnbogalitunum. Hvar er hann Gústi minn þegar mann vantar hann? Sérstök hátíðarhöld honum til heiðurs og hann bara mætir ekki!
Myndin var góð fannst mér. Ótrúlega gaman að sjá íslenskan húmor og svipmyndir frá klakanum. Auk þess sem 2 atriði eru tekin upp á gamla vinnustaðnum mínum; Heimabíó á Njálsgötunni. Nema hvað þegar ég vann þar var ekki stundað kynlíf í bakherberginu.... Skrýtið...
Well, I'm off to do a little cooking. Hafdís er á leiðinni yfir í mat.
Toodles

Friday, November 10, 2006

A good idea for business

Bara til að hafa það á hreinu er þessi hugmynd höfundaréttarvarin OG ég þekki sko fullt af fólki sem er búið að læra höfundarétt. Mmmmhmmm... and that's not the only people I know. Ég þekki líka löggur og fangaverði. So don't say I didn't warn you.
Nú, nýja viðurnefnið mitt; Mistress of Belgium mun verða að súkkulaðitegund. Hérna er uppkastið af hugmyndinni eins og Dabbý skapaði hana:
úú mistress of Belgium.... það hljómar eins og nafn á nýrri súkkulaðitegund...farðu í þróunarstarf....

Sé fyrir mér auglýsingarnar, þú í súkkulaðibaði og fyrirsögnin... freistandi, hættulegt og leyndardómsfullt... Mistress....Belgian chocolate... Neðri hlutinn alveg coveraður og svo bara súkkulaði yfir geirvörtunum. Já og ég sé fyrir mér súkkulaði yfir hárinu... soldið hafmeyja en samt ekki...eigum við ekki bara að slá til? Getum brætt fullt af súkkulaði í baðkeri og búið til auglýsingu".

Verst að ég á ekki baðker... er einhver til í að lána sitt?

Ég var búnað segja ykkur að ég yrði ógisslega rík. I just knew it.

Tímafrekt að starta svona business. Hef bara ekki haft tíma fyrir neitt annað. Nema Cantus síðasta miðvikudag. Boy oh boy, það var meiriháttar stemmning. Minnti soldið á norræna viku bara, sitja, syngja og drekka bjór. Getur ekki klikkað. Ekki laust við að ég hafi verið þunn í gær. Skelltum okkur samt í bíó í gærkvöldi, á The Devil wears Prada. Hún var bara fínasta skemmtun. Jæja, off to the books again.

Chocolate anyone??

Monday, November 06, 2006

Amsterdam

Okey, Amsterdam er æðisleg borg. Og ég kann ekkert í landafræði eða um menningu annarra landa en Íslands. I'm such a nerd. But you know you love me.
Við fórum með
rútu, gerðum þessi líka gríðargóðu kaup og fengum miðann á einungis 22 evrur. Gefins! Hihihi.
Við lögðum því uppí leiðangurinn eldsnemma á laugardagsmorgni, eða kl. 06.30. Planið var að sofa í rútinni en það gekk ekki alveg eftir. Bara smá kría undir lokin. Við komum til Amsterdam, Amstel station rétt fyrir hádegi. Fyrsta verk var að hitta hinn helminginn af hópnum, en alls vorum við þá orðin 8 og bóka sig inná hótelið, sem kom skemmtilega á óvart. Við vorum svo komin niður í miðbæ um tvö.
Nú að sjá-hálfsögðu byrjuðum við á SexMuseum. Ég meina, that goes without saying. Eftir það fórum við í klukkutíma siglingu um sýkin sem var æðislegt. Ómissandi upplifun af borginni. Tók alveg óteljandi myndir sem reyndar mislukkuðust flestar. But whatever, ég kaupi mér bara svona túristabók. Eftir siglinguna röltum við um miðbæinn, göngugötur og torg, bara til að njóta dagsins. Röltið enduðum við á frábærum Sushi bar þar sem við snæddum kvöldmat. Þar smakkaði ég líka Green tea beer. Ótrúlega góður bjór. Ekki samt segja Stellu minni að ég hafi svikið hana... but ones in Amsterdam, you must do as the Amsterdamer's do... annað væri dónaskapur.
Nú eftir kvöldmatinn lá leiðin að sjálfsögðu í Red District, hvert annað? Tókum reyndar smá de-tour on the way. Jæja hvað er hægt að segja um Rauða hverfið? Ég tel sjálfa mig nú frekar frjálslynda manneskju en allt hefur sín takmörk. Mín niðurstaða er sú að Hollendingar séu kannski full frjálslyndir þegar kemur að hassreykingum og kynlífi gegn greiðslu. But hey! that's just me.
Uppá hótel vorum við komum um miðnætti, enda dagurinn búinn að vera langur og við algjörlega uppgefin. Mmmmmm hvað var gott að sofa zzZzZZZZzz.
Sunnudagur byrjaði á brunch/lunch, kaffi og þaðan á Van Gogh Museum. Þar hefði ég getað eytt restinni af ævinni en það var víst ekki í boði. Þess í stað eyddum við þar nokkrum klukkustundum en safnið var hreint frábært. Stóð svo sannarlega undir væntingum. Það sama get ég hinsvegar ekki sagt um Önnu Frank safnið, en þangað fórum við um fjögur leytið. Ekki kannski að ég hafi verið búin að gera mér neinar sérstakar væntingar þannig lagað, en það olli samt vonbrigðum. Auk þess sem þeir rukkuðu dýrum dómum inná það sem mér finnst hálf glatað í ljósi þeirra aðstæðna sem ollu því að safnið er til. Æji svo kannski eru það einmitt þessar aðstæður sem valda því að mér fannst safnið vonbrigði. Vonbrigði yfir því að safn sem svona þurfi að vera til yfir höfuð.
Ferðin endaði á Amstel station kl. 18.00 en rútan fór þaðan kl. 18.30.
Frábær helgi í frábærri borg. Ég ætla án efa að heimsækja Amsterdam allavega 1x aftur áður en ég kem heim næsta sumar.
Tot ziens!

Friday, November 03, 2006

Legally blonde?

Mér hefur verið tjáð að nýji Riderinn minn, nýji Pink Riderinn minn, geri mig að Legally Blonde. Afbrýðisemi? I THINK SO!! Næst á dagskrá (eftir að ég er búnað fá mér körfu á stýrið og tösku á bögglaberann) er að lita hárið ljóst og fá sér bleika dragt. Újé. Then take over the world.
Á þriðjudaginn síðasta var Hrekkjavaka og henni fylgdi svaka stuð. Fullt af búðum í borginni búnar að skreyta hjá sér og partý fartý útum allan bæ. Nú, maður var náttúrulega ekki maður með mönnum nema að vera í búning svo að við Carolin ákváðum að fara í eina af mörgum búningabúðum hér í bæ og ég fékk þennan líka svaðalega fína skrattabúning með hala og alles. Mmmhmm. Skemmti mér einmitt konunglega um kvöldið við að segja fólki að það færi beina leið til helvítis fyrir að drekka. Bakkus er jú einu sinni böl. Múhahaha! Then again, Hell is just a Sauna where I am the King, so it'll be fabulous. Cosmopolitan í morgunmat, hádegismat og kvöldmat, sjæní bleik hjól á línuna og enginn skóli/vinna. Sign up here!
Halloweenkvöldið byrjaði á fyrirpartý hjá Carolin og Maciek með Þjóðverjum, Pólverjum og Norðurlandabúum. And again; hvern hefði grunað að Þjóðverjar gætu verið svona skemmtilegir? Tja, ekki mér skal ég segja ykkur. Ég bara er ekkert að jafna mig á þessu. Þegar leið á kvöldið kíktum við í Pangea, en þar var international student party. Eitthvað fannst krökkunum þau vera of töff fyrir það pleis þannig að þaðan lá leiðin, í rigningunni, á Wink, en þar átti að vera þessi líka roknarstemning. Stemningin var nú kannski ekki orðin rokna þegar við komum en við bættum úr því. Ég endaði kvöldið frekar snemma, eða um 3 leytið, fékk hinsvegar símtal um 5 leytið frá villtum Íslendingi. Nefnum engin nöfn en fyrsti stafurinn er Birkir. You nerd! Learn you way around or were a map!! Myndirnar verða víst að bíða betri tíma afþví að yahoo easy uploading toolið mitt bara virkar ekki! Drasl.
Á miðvikudag og fimmtudag var national holiday. Gerði nú bara akkúrat ekkert á miðvikudaginn en í gær skrapp ég út á fáknum einum 2svar sinnum. Í fyrra skiptið til að fá mér ís í kuldanum (mother fucker kuldi hérna, sheise) og í seinna skiptið til að fá mér 1 kokteil niðrí bæ.
Annars er voða lítið að frétta.
Nóg framundan, á morgun er það Amsterdam, eftir 3 vikur er það London baby að hitta Ásgerði og Heiðar.
Í næstu viku er það belgískur Cantus. Þar er búið að lofa mér lagi sem verður sérstaklega tileinkað mér og að ég fái að brúka sviðið sem verður á staðnum eftir þörfum. Fyrir þá sem þekkja mig ættuð þið nú að vita hversu athyglissjúk ég er. Kem ekki til með að láta þetta einstaka tækifæri mér úr greipum. Í dagskrá næstu viku er líka samkoma hjá okkur stelpunum í húsinu og European Parlament svo eitthvað sé nefnt. Yes, I'm higly busy and important. Í næstu viku ætla ég líka að kynna ykkur fyrir mei-heiri viðskiptahugmynd sem hún góðvinkona mín Dabbý fann uppá. Hún er hér með skipaður umboðsmaður minn. Man, we're so gonna be filthy ritch bitches!!!
Jæja, nú ætla ég að fara að pakka fyrir Amsterdam!!

Wednesday, November 01, 2006

Easy Rider

Hafiði séð fegurri grip?
Ég er búin að vera á leiðinni að leigja mér hjól síðan ég kom til Leuven. Núna veit ég afhverju ég beið svona lengi. Undirmeðvitundin hefur verið að segja mér að bíða eftir rétta mómentinu. Sem loksins kom í gær, ég hugsaði með mér, jæja, nú er komið að því og skundaði mér niður í Velo og sagðist vilja leigja hjól. Fékk ég að velja úr ca. 10-12 fákum/hrákum, og þar beið hann mín. Þessi líka yndisfagri bleiki rider. Enda var ég ekki lengi að velja. I'll have the fabulous pink one, thank you very much. It is so fabulous, it even makes me look more fabulous! And I didn't think that was possible. And for your information þá er þetta ekkert 3ja gíra DBS-drasl. Óneei, þetta er sko ekki neins gíra, veit-ekki-merkið-afþví-það-er-búið-að-mála-það-svo-oft úrvals kerra. Næst á dagskrá er að fá sér körfu á stýrið og tösku á bögglaberann.
Túmorró koma myndir og blogg frá Hrekkjavökudjamminu mikla. Við erum að tala um búninga og læ-hæti.
Toodles.