Lesstofudvergur í Leuven

Wednesday, September 26, 2007

Happy Days

Ég var að fá nýju tölvuna mína. Dell sko. Ógisslega flott. Og hraðvirk.
Gamla tölvan mín var sossim alveg flott. En hún var langt frá því að vera hraðvirk. Að segja að hún hafi verið hægvirk er understatement. Ef ég ætlaði að nota hana á mánudagsmorgni þurfti ég að ræsa henni á föstudagskvöldi.
Þannig að núna er ég að blogga fyrsta bloggið á nýju tölvuna mína. Sko þessa sem ég var að fá. Dell tölva. Mmmmhmmmm.
Tinna og Hörður eru að koma á morgun. Hvort er ég meira spennt yfir nýju tölvunni eða komu þeirra? Hard to say. Tölvan verður náttúrulega til staðar eftir að þau fara heim aftur. Svo að ég hlýt að geta sinnt þeim um helgina. Neeh, ég er ekkert svo spennt að sjá þau. Ég meina, ég sá þau síðast um jólin. Það er nú ekkert svo langt síðan.
Var ég búnað minnast á að ég var að fá nýja tölvu? Dell tölvu sko. Já, var ég búnað minnast á það? Okey þá.
Komandi dagskrárliðir hjá Dvergnum eru helst eftirfarandi:
1. Taka á móti Konungsfjölskyldunni á morgun. Þau koma til með að stoppa í 5 daga.
2. Leika mér í nýju tölvunni.
3. Fara í Walibi með Eggerti. Íha!
4. Monta mig af nýju tölvunni.
5. Iceland baby, yeah, 19.-28. okt. Ég veit ég var búnað minnast á það líka (og nýju tölvuna) en ég er ógó ógó spennt yfir því að koma heim.
6. Mílanó.
7. London.
8. Pakka.
9. Búferlaflutningar.

Eftir hveitibrauðsdagana er óhætt að segja að ég eigi ekkert líf. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég newly married to my job. Although, let me tell you, it is a fabulous job to be married to. Eeeen þetta er einkvæni ef einhverntíman var slíkt. Vakna, vinna, sofa. Endurtakið 5 sinnum. Um helgar sef ég út, versla í matinn, þríf og þvæ þvott fyrir vikuna. A match made in heaven.

Jæja, nóg í bili, ég þarf að fara að dusta rauða dregilinn.
Tot Ziens

þetta blogg var í boði www.http://www.ný.tölva@nerd.is

Tuesday, September 25, 2007

Njörður grínari

Þessi er nú með þeim betri sem ég hef heyrt lengi:

In a number of carefully controlled trials, scientists have demonstrated that if we drink 1 liter of water each day, at the end of the year we would have absorbed more than 1 kilo of Escherichia coli, (E. coli) bacteria found in feces. In other words, we are consuming 1 kilo of poop.

However, we do NOT run that risk when drinking wine (or rum, whiskey or other liquor) because alcohol has to go through a purification process ofboiling, filtering and/or fermenting. Remember:
Water = Poop, Wine = Health.

Therefore, it's better to drink wine and talk stupid, than to drink water and be full of shit.
There is no need to thank me for this valuable information: I'm doing it as a public service.

Hver er ekki sammála þessu?
Skál!

Sunday, September 16, 2007

Af því helsta...

Jæææja, þessi síða er nú dauðari en Elvis. Kannski maður fari að breyta því. Svona í ljósi þess að ég er ekkert á leiðinni heim á næstunni þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar...
Best að byrja á byrjuninni, skólinn kláraðist í lok júní og prófin gengu bara svaka vel. Ég held það kallist að uppskera eins og maður sáir...
Eftir prófin fór ég í fabulous holiday til Árósa í DK og hélt m.a. uppá afmælið mitt þar með tilheyrandi drykkjuskap og ómenningu. Eins og Dönum er einum lagið og án þess að fara út í frekari smáatriði...
Eftir "holidayið" byrjaði ég að vinna í Sendiráðinu; aaaaaaah ví læææækzzz working at ðí embassí... So much thatzz ég samþykkti að framlengja ráðningasamningnum til nóvember loka...
Í júlílok tókst mér að slíta liðband í hné og bráka bein. Hvernig gerðist það? Uuuu, I plead the fifth. Punktur. (ég vil samt taka það fram að ég var alsgáð). Eníveis, síðan er ég búin að vera fastagestur á sjúkrahúsinu hér. Hef því miður ekki kynnst neinum sætum læknum enda eru Belgar hver öðrum ófríðari/óhreinari. Yes, that's my story and I'm sticking to it...
Á "annarri" fór ég í annað holiday, í þetta skiptið í heimsókn til Eddu minnar í Frankfurt til að sjá frumburðinn hann Darra. Ekki var það nú leiðinlegt og höfðingjalegri móttökur hef ég sjaldan fengið. Takk Edda mín.
Svo komu ma&pa og við lögðum uppí leiðangur sem innihélt m.a. Þýskaland, Austurríki, Slóveníu og Ítalíu...
Ferðina enduðum við í Belgs og gamla settið stoppaði hjá mér í heilar 2 vikur. Eftir viku í Belgs sóttum við litlu systu til Amsterdam en flaug sérstaklega þangað til að heimsækja mig litla skinnið... Það var án efa hápunktur sumarsins að hafa næstum alla famelíuna hjá sér. Stóra systa og Njörður mágur ætla svo að kíkja í heimsókn í lok sept. Life is sweeeet...
25. ágúst flutti ég í nýtt Penthás og með fullri virðingu fyrir því gamla þá er þetta F A - fabulous. Mmmmhmmm. Svefnsófi og allar græjur fyrir þá sem þurfa frí ;) ....
Eftir flutninga fórum við til Þýskalands í 2 daga. Við erum voða hrifing af Djörmaní... Eftir það fóru ma&pa heim og systa nokkrum dögum seinna...
Þá fyrst byrjaði hasarinn í vinnunni, en no complaints here. Ég hef náttlea lengi verið highly busy og improtant þannig að það var nottle only a matter of time before the rest of the world relized it... mmmhmm...
Í síðustu viku fór ég enn og aftur til Djörmaní á ráðstefnu. Og svona til að fylgja eftir færslum síðasta árs; hvern hefði grunað að Þjóðverjar og Þýskaland væru svona spennandi...! Og í framhaldi af þeirri ráðstefnu var mér boðið að fara til Mílanó. Okey, ví læækz Djörmaní but Italy! Yes please..!
Ja hérna.. ég held að þetta sé bara komið... allt sem hefur drifið á daga mína s.l. 3 mánuði. Allt frásagnarvert allvega...
Það var þá ekki meira...

Reyndar kannski vert að minnast á svona að lokum, þá er ég búin að bóka miða heim á klakann 19. október. Mun stoppa í rúma viku! Jibbíkóla hvað ég hlakka til!

Stay out of trouble now... I know I'm trying to!
Toodles