Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, February 28, 2006

Nýjar myndir!

Frá völdum atburðum úr NV Århus og Orator 2006.
Sérstök athygli skal þó vakin á því að þær eru ekki fyrir börn né viðkvæmar sálir. Einnig vil ég nota tækifærið og óska Daða til hamingju með að hafa toppað sjálfan sig enn eina ferðina. Hvað kemur næst?
Við lifum í ótta þangað til...

Tuesday, February 21, 2006

Er þetta allt eitt stórt samsæri?

Þegar ég kom heim að utan og mætti í vinnuna ferskari en aldrei fyrr var mér tjáð að deildin mín væri að flytja á Skúlagötu 17 vegna þess að nýta þyrfti plássið á þar. Þannig er mál með vexti að plássið sem er laust og verður að nýta á Skúlagötunni er háaloftið og er aðstaðan undir súð. Var mér jafnframt tjáð að þar sem ég er "dvergvaxin" fannst þeim tilvalið að planta mér undir súðina. But why? I'm not even that small!
Þá má minnast á að yfirmaðurinn minn nýji er hobbiti (sem notar allt of mikinn rakspíra) en það dettur engum í hug að gera grín af honum vegna smæðarinnar.
Sko það er eitt að vera lesstofudvergur, og tel ég mig bera það nafn með sóma og sæmd, en það er annað að vera skrifstofudvergurinn eða tollheimtudvergurinn.
Whataaaah fuuuucck!

Monday, February 20, 2006

Halli Litli í Úglöndum

Tjékkið á Halla okkar, hann er að verða stór strákur og farinn að blogga!
Linkur til hliðar