Lesstofudvergur í Leuven

Sunday, October 29, 2006

Mistress of Belgium

I like that name. It was recently given to me and I plan on using it religiously from now on. Why? Because I can.
Reyndi að læra í dag. Það gekk ekki vel. Skrapp svo út eftir kvöldmat. Eftir að hafa geispað u.þ.b. 3000 sinnum ákvað ég að fara bara heim. How boring am I?
Við Hafdís erum búnað vera að mingla við krakkana á tungumálanámskeiðinu, þ.á.m. 3 þjóðverjastráka eins og ég hef nefnt. Nú við hittum þá á fimmtudaginn og berst þá í tal að við séum á leið til Amsterdam um næstu helgi með rútu. Þeir spurja afhverju við tökum ekki lestina, það sé hægt að fá svo ódýra miða fyrir 26 ára og yngri.
"Það gengur ekki fyrir mig, I'm too old", segir Hafdís.
"Uuuu... what? How old are you" spurja þeir þá. Stupid German people! Don't they know they're never suppose to ask a lady that question?
"I'm 27" svarar Hafdís.
"I thought you said you were 25..., yesterday".
"Well... sometimes I tell people I'm 25...".
Þá beina þeir spurningunni að mér.
"And how old are you".
"Uuuuu... I propably told you yesterday I was 23... but I'm really 25".
Töff atriði.
Talandi um að skjóta sig í fótinn... eeeh, whatever. Ekki að það skipti máli því ég er hvort sem er Halli Halti because of the stupid ass partyleg. You know you love me.
Jæja, svefnloftið kallar,
Tot Ziens

Friday, October 27, 2006

Eðlilegt?

Eðlilegt?

Að geyma sorpið inni hjá sér í viku? Jafnvel lengur ef maður gleymir rusladögum?

Að bíða allstaðar og þá meina ég ALLSTAÐAR í röð? Halló!! We call it efficiency!

Að rukka morðfé fyrir plastpoka, merkta borginni, svo maður “fái” að flokka ruslið?

Að allir bankar séu lokaðir í hádeginu alla daga?

Að það fáist ekki maís til að poppa? Wharrröp with that? Og í bíó er eftirfarandi heitasta auglýsingin; NEW!! Popcorn with salt!! Vó, skiluru, talk about the newest thing on the market.

Að millifærsla taki 3 daga?

Að fólk kunni ekki að þrífa hérna?

Að fólk sé sátt með að vera samdauna sorpfýlunni?

Að teknó sé heitasta tónlistin hérna? Og að ég sé búnað heyra No limit með 2unlimited oftar en ég get talið síðan ég kom hingað?

Að DJ-arnir hafi allir 2 aðstoðarmenn. Clearly the DJ is the man but still… sækja bjór og taka við óskalögum. Er það töff?

Stupid Belgian People!

Aaaa, ég er hætt, I could go on forever!! En vá hvað ég elska það samt að búa hérna. Þetta er snilldarborg.

Það er svo voða mikið að gera hjá minni að minns hefur bara engan tíma til að blogga! Og haldiði ekki bara að kvikindið sé að koma heim um jólin þrátt fyrir háfleygar yfirlýsingar á annan veg. Það verður voða notó að koma heim í kotið hjá gamla settinu, fá góðan mat, góðan félagsskap, hitta Elmuna mína og fá stubbaknús (nokkur) og fara norður til afa og ömmu. Eeen svo er það rúsínan í pylsuendanum, litla systa, sú ameríska kemur á klakann 29. des! Ég hef ekki séð litla skinnið í heilt ár og verð nú að viðurkenna að ég hlakka ofboðslega til að sjá hana. Enda hef ég saknað hennar ótrúlega. Reyndar sakna ég allra í fjölskyldunni minni enda á ég bestu fjölskyldu í heimi. Mamma sendi mér einmitt pakka um daginn. Fékk Sex and the City collectionið mitt og nýja skó sem hún hafði keypt í Ameríku. Ógillea flottir!!

Ekki það að ég sitji hérna heima hjá mér á daginn í volæði vegna söknuðs til Íslands. Óniii! Helgin síðasta var fín, föstudagur tekinn rólega, laugardagur fór í lærdóm. Ekki veitti af. Nú um kvöldið fórum við Birkir út að borða á ítalska staðinn og svo kíktum við í partý sem nokkrar stelpur af tungumálanámskeiðinu mínu höfðu planað. Það reyndist barasta hin besta skemmtun og svo eftir partýið kíktum við aðeins í bæinn. Fórum svo heim um 3 leytið. Sunnudagur, minns var þreyttur, ætlaði að læra en endaði með að hanga á netinu allan daginn. Fór svo í bíó á verstu mynd allra tíma um kvöldið; The Wickerman. And let me just say; DON'T DO IT!!

Jæja, mánudaginn átti að taka snemma til að mæta á ráðstefnu í Brussel, á vegum Sameinuðu þjóðanna, en mín bara ákvað að sofa yfir sig og mætti ekki til Brussel fyrren um hádegi í staðinn. Fyrir áhugasama. Við komum passlega í hádegismatinn og fórum svo í smá göngutúr í garðinum þarna rétt hjá. Reyndar var ógeðslegt veður, alveg ekta íslenskt, rok og rigning. En inni var heitt og loftlaust svo við urðum að fá okkur ferskt loft. Ráðstefnan hélt svo áfram eftir hádegi en þá var sérstök áherslu lögð á fjárhagslegu hlið vandamálsins. Mér þykir ótrúlega gaman að hafa haft tækifæri á að sækja þessa ráðstefnu og fleiri væntanlegar. Ekki oft sem manni býðst slíkt á Íslandi.

Jæja, deginum lauk kl. 16.00 með móttöku, kampavíni og fínieríi. Við stoppuðum reyndar frekar stutt enda átti ég að vera mætt í tíma í flæmsku kl. 19.00. Það rétt hafðist. Jæja svo léleg er ég í flæmsku að kennarinn fann sig knúinn til að koma til mín í hléinu til að segja mér að ég yrði að læra meira! Wtf! Yes, whatever. Ef ég á að velja á milli þess að lesa í lögfræði eða lesa flæmsku get ég ekki sagt að ég þjáist af valkvíða… Ljóta, leiðinlega tungumál!

Eftir tíma ákváðum við að fá okkur bjór saman til að reyna að kynnast aðeins og kvöldið endaði á að vera ótrúlega skemmtilegt. Hafdísi tókst meira að segja að kenna þjóðverjunum þremur dirty íslensku. Þannig að núna valsa þeir um borgina og biðja fólk að ríða sér í rassgat! Shame on you Hafdís!

Á þriðjudaginn var ég soldið slöpp enda ekki búnað sofa nóg. Þurfti á fætur at the crack of dawn til að ná lestinni til Brussel. Morguninn á ráðstefnunni fór í að ræða mannréttindahluta vandamálsins og loks niðurstaða. Eftir að ráðstefnunni var lokið ákváðum við að fá okkur löndsj in the city, enda higly busy and important people. Þúst, við vorum sko á ráðstefnu í Brussel. Mmmmmhmm.

Um kvöldið var matarklúbbur og Bogi og Ólafía buðu uppá dýrindis kjúklingarétt og kartöflur. Mmmmm… nammigott.

Miðvikudagur var skóli, skóli og meiri skóli. Svo þurfti mar náttlea að útrétta smá, fara í búðina og sonna. Alltaf brjálað að gera þó kaupið sé lágt. Um kvöldið var international cocktail party haldið af Politika. Við kíktum þangað og ég endaði bara á að vera til rúmlega 5. Kvöldið bara flaug framhjá, minns var bara að dansa og allt í einu var klukkan 5! Var að mestu með krökkunum af tungumálanámskeiðinu og uppi voru hugmyndir um að djamma bara þangað til við ættum að mæta í tíma kl. 10. daginn eftir. Een, ég ákvað bara að drífa mig heim þarna um 5 og needless to say þá nennti ég ekki í throat – disease tíma daginn eftir. Æji, whatever, það mætti hvort sem er enginn. Það er ekki eins og ég fái einingar fyrir þetta, bara svona í ganni gert.

Á fimmtudaginn ætlaði ég þvílíkt að læra og var tilbúin á bókasafnið þegar við Hafdís ákváðum að kíkja á gym hérna. Þar var að sjálfsögðu lokað, enda klukkan 14.00 á fimmtudegi (vittu), svo Hafdís fór og fékk sér þynnkumat á McD og við enduðum á að sitja þar í túma 2 tíma og bonda! Á leiðinni út hittum við þjóðverjana 3 og urðum nú aðeins að tilla okkur hjá þeim til að fara yfir atburði gærkvöldsins. Hihihi. Jæja um kvöldið forum við út að borða á ítalska og svo heim í bólið.

Í dag keyptum við okkur loksins, loksins miða til Amsterdam!! Víhí, þannig að kvikindið verður í rauða hverfinu í Amsterdam eftir rétt rúma viku. Ætlum að gista eina nótt og taka sunnudaginn í að skoða Van Gogh safnið. Já nei, ég er bara ekkert spennt yfir þessu. Hæba, hæba!

Jæja, ætla að skunda er að fara í mat til Hafdísar skvísu,

L8R

Friday, October 20, 2006

Guð blessi internetið

Dagurinn í dag var frábær.
Vikan sem leið var ekki alveg jafn frábær.
Daginn áður en ég fór til Finnlands var ég í sólbaði í garðinum. Það er búið að vera yndislegt veður meira og minna síðan ég kom út. Þegar ég kom heim frá Finnlandi var enn gott veður. Kannski ekki sólbaðsveður, en svona 15°hiti og sól. Ekki til að kvarta yfir. Krakkarnir sögðu mér hinsvegar að það væri búið að vera skítkalt (þ.e. vikuna sem ég var í Helsinki). Ég átti nú erfitt með að trúa því þangað til á þriðjudaginn! Sælir. Nú er veturinn sko kominn. Í gærmorgun fór ég í tíma í lopapeysunni minni og úlpunni með trefil. Fólk horfði á mig eins og ég væri e-ð skrýtin (sem ég reyndar er en algjörlega í öðru samhengi) og spurði hvort ég væri að fara á Pólinn. Ja, hver veit nema ég lýti við á leiðinni heim. Það er allavega örugglega ekki kaldara þar en hér.
Nú skólinn er kominn á fullt. Komin langt á eftir í öllum fögum þannig að það er ekkert öðruvísi en heima bara. Tímarnir eru misjafnir. Skrýtið að þeir tímar sem ég hafði bundið mestar vonir við eru að valda vonbrigðum og aðrir sem ég skráði mig í bara til að fylla stundatöfluna eru frábærir. Sem dæmi er Public International Law alger snilldaráfangi en Human Rights Law og European Family Law ekki alveg jafn góðir. En allir hafa áfangarnir þó eitthvað til síns ágætis og ég verð að segja að ég vissi ekki að það gæti verið svona gaman í skóla.
Í næstu viku er ég að fara á 2ja daga ráðstefnu í Brussel; The United Nations and Africa: A partnership for progress. Ég er ótrúlega spennt fyrir henni. Í dag skráði ég mig líka á seminar, einskonar röð málþinga, í International Criminal law. Þar á að ræða hin ýmsu alþjóðlegu málefni, m.a. glæpi gegn mannkyni með fókus á Afríku.
Svo er ég bara að verða helvíti sleip í flæmskunni. Ég verð reyndar að viðurkenna að mér finnst það eitt mest óspennandi tungumál sem ég hef lært og þótti mér Sonja vinkona mín lýsa því afar vel með eftirfarandi setningu; No, Flemish or Nederland or whatever you want to call it is not a lanuage, it's a throat-disease. Er á flæmskunámskeiði 2svar í viku. Mér finnst eiginlega ómögulegt að vera í heilt ár í landinu án þess að geta heilsað og þakkað fyrir mig. Eftir áramót ætla ég hinsvegar að einbeita mér að frönsku.
Um síðustu helgi voru Halli og Lilja í heimsókn. Það var ótrúlega gaman að fá þau og merkilegt hvað fór vel um okkur öll 3 hérna í holunni minni. Ekki að þau hafi verið mikið heima... sáu held ég meira af Belgíu á 4 dögum en ég hef á 6 vikum!! Nú við Birkir tókum þau með okkur í VRG (sem er félag laganema hérna) bar-hopping-tour. Hann fólst í því að við borguðum 10 evrur í upphafi, 30 manns í allt, og svo var farið með okkur á 6 bari og dælt í okkur drykkjum. Til að lýsa stemningunni var byrjað á fyrsta barnum á 3 skotum af Jevler, sem er einskonar belgískur þjóðardrykkur (á eftir bjór auðvitað). Kvöldið í heild var alger snilld. Við Birkir mingluðum læk kreisí pípúl, sem var einmitt tilgangur ferðarinnar af okkar hálfu. Og viti menn það bara virkaði svona fínt og núna eigum við fullt af nýjum vinum, sbr. myndir hér til hliðar sem birtast vonandi á morgun! Hihihihi. Við skriðum heim kl. 6 á laugardagsmorgun og þar af leiðandi varð ekki mikið meira úr helginni.
Hinsvegar fór ég um hádegi á laugardeginum á sjúkrahúsið hérna en ég átti pantaðan tíma í röntgen og "sónar" á partýfætinum. Sú heimsókn var vægast sagt eitthvað sem ég hefði getað verið án. Læknirinn neitaði að tala ensku og hæddist að mér fyrir að ætlast til þess. Þá sjúkdómagreindi hann mig á flæmsku. Smile and nod? Nei, það virkaði ekki í þetta skiptið. Tilviljun að í sömu viku lærði ég allt um ófrísku víetnömsku konuna sem talaði ekki frönsku. Fór til kvensjúkdómalæknis í Frakklandi og var í misgripum tekin sem önnur kona með sama nafn, fékk ranga meðferð og ófætt barn hennar dó vegna þessu. Ég beið bara eftir að læknirinn bæði um afnám á fætinum or whatever they call it! Stupid ass doctor. May he drown in bad tonic with all the moskitoes of the world.
Á sunnudagskvöldinu var pizzupartý hjá Boga og Ólafíu. Ég ætlaði að elda en í Belgíu eru ALLAR matvöruverslanir lokaðar á sunnudögum. Skrýtið. Bankar eru líka lokaðir í hádeginu alla daga. Frá 12-14. Hvernig virkar þetta þjóðfélag eiginlega? Svo borgaði ég leiguna í vikunni. Var búnað taka út pening, bara í hraðbanka, fór svo í bankann með reikningsnúmer leigusalans. Nei, maður verður að leggja peninginn inná sinn eigin reikning og svo er hann millifærður þaðan yfir á reikning leigusalans. Og það tekur 3 daga. Wtf!!! Stupid ass bank system.
Mánudagurinn var bara skóli og 1 bjór um kvöldið. Á þriðjudagsmorgun fóru Halli og Lilja. Um kvöldið vorum við Íslendingarnir með matarklúbbinn okkar og það var komið að mér að elda. Guð minn góður! Ég fór bara með bænirnar, bað um uppskrift hjá Tinnu sys og vonaði það besta. Birkir fór með mér í búðina sem var eins gott. Veit ekki alveg hvernig þetta hefði endað ef hann hefði ekki verið með til að finna hlutina sem mig vantaði. Jæja, nóg um það, ég eldaði semsagt
Mangó Chautney kjúkling og máltíðin heppnaðist svona líka rosa vel. Ég var ekkert smá stolt enda hef ég nú ekki verið þekkt fyrir góða hluti í eldhúsinu.... segjum ekki meir.
Ástæðan fyrir bloggleysi og offline status er sú að á sunnudaginn síðasta ákvað hleðslutækið fyrir tölvuna mína að gefa upp öndina. Mei-heiriháttar! Nú ég náði að panta nýtt af fyrirtæki sem er staðsett í Zaventem og fékk það sent í pósti. Sendinginn var semsagt laus til afgreiðslu í dag og þessvegna var dagurinn svona frábær! Guð blessi internetið. Hvað gerði maður án þess? Tja ég get sagt ykkur það; maður myndi deyja úr leiðindum eins og ég gerði næstum í vikunni. Glatað spatað!
Í gærkvöldi fórum við Birkir í bíó á Le Parfume. Það er skrýtnasta mynd sem ég hef séð á ævinni. Er eiginlega ennþá að ákveða hvort hún hafi verið góð eða glötuð. Eiginlega ekkert þar á milli.
Jæja, ég held að þetta sé að verða gott hjá mér.
Spurning að blogga frekar oftar og stutt? Við sjáum til.
Tomorrow, læra, læra, læra og 2 partý fartý. Brjálað að gera mar.
Goed weekend

Wednesday, October 11, 2006

Finland - NV Codex 2006

What can I say? Obbbbviously it was fucking fabulous. Maseltov!! And the slaves? Absoloutly brilliant;
Klapp, Klapp, Gulister! Dance!
Klapp, klapp, Klubbister! I'll have a vodka Russian. I'm sorry, I can't drink this. I will be needing a pink straw. Immidetly! Klapp, klapp, if not sooner.
I tell you, it is soo hard to find good help these days. I will have to fire all my slaves (and then I will fire ze mizzzles) after the week. Some people just don't know how to work. Vittu!
Nú ég mætti með glæsibrag um hádegi á sunnudegi. Sunnudagurinn og mándudagurinn voru bara rólegir, did a little shopping, had some sushi... uuu... would this be the right time to tell you I don't like raw fish? En verð að segja að Helsinki er yndisleg borg.
Svo byrjaði brjálæðið. Hyttetúrinn var frábær. Sló sjálfri mér og öllum gestunum (til samans) við og ákvað að verða fullasta manneskjan á svæðinu. Sem var bara mjög töff atriði. Einmitt. Jæja, það endaði með partýfæti sem enn neitar að kveðja. Kannski mar láti lýta á þetta á morgun. Eða hinn... Ég er farin að leggja það í vana minn að haltra í gegnum þessar vikur því fyrir glögga lesendur gerðist einmitt það sama í hyttetúrnum í Lex. Nema hvað þá var það hitt hnéið. But whatever. I'm still fabulous.
Alls fórum við á 4 lögfræðistofur og í 1 banka. Þar voru alltaf veglegar veitingar, allt að 3ja rétta máltíðir barasta, endalaust af áfengi og loks var maður leystur út með gjöfum. Fékk m.a. þessa líka fínu regnhlíf sem á vafalaust eftir að koma sér vel hérna í Belgnum. Það rignir víst talsvert hér á veturna (btw það er enn sól og blíða, I like it!!). Svosem engin heimsóknin sem stóð uppúr, þær voru allar mjög góðar en verð þó sérstaklega að minnast á bankann. Þar var svíi að bjóða okkur velkomin and man, does he know how to treat the King. Ég held það nú. Loksins fær maður þá meðferð sem mar á skilið.... Maseltov!
Á miðvikudagskvöldið var K-Suppé. Þar var fólk parað 2 og 2 saman og 500 ml. af vodka teygaðir. Fínasta skemmtun. Needless to say þá endaði kvöldið snemma hjá flestur. Ég hinsvegar tók bara fimmuna á þetta og fór á klúbb sem heitir Kongeklubben. Þar tókum við Villi Kjúkomber nokkur velvalin dansspor. Látum myndirnar tala sínu máli. Má reyndar segja það um alla ferðina.
Ekki laust við smá timburmenni á fimmtudagsmorgni, better known as Naked Thursday. Partýfóturinn mótmælti harðlega að farið yrði framúr og var hann bara með stæla allan daginn. Stupid ass partyleg. Can't take it anywhere!! Þennan dag var líka keila. Ég var alveg að sökka feitt þannig að ég spila Dvergnum fram og hann bara gerði sér lítið fyrir og vann 2. umferð!! Heil sé Dvergnum/Mighty Midget. Um kvöldið var þemapartýið; Rússland var þemað. Ég tók nú bara King Vala bolinn á þetta og Vodka í Redbull. Bráðhættuleg tvenna. Við Rikke tókum líka aðeins til hendinni, ryksuguðum og þrifum nærliggjandi klósett. There is never enough cleaning in the world. Stumping Steve og PeeWee drösluðust svo heim um 2 leytið. Enda stór dagur framundan.
Á föstudeginum var Konunglegi bankinn, svo gerði KongeKlubben sig til fyrir hina Konunglegu árshátíð. Hún reyndist verða ein hin mesta snilld sem ég hef upplifað. Allt frá ósýnilegu borðsdömunni að dansinum í lokin. Reyndar frekar skrýtið þegar súpan sem ég leifði, var drýgð og borin fram sem sósa með aðalréttinum, þegar ég brá mér á Conferance og kom til baka og borðsherrann minn var búnað borða aðalréttinn minn og þegar ég ákvað að skipta eftirréttinum mínum út fyrir Koskisstaup. Fullkomnlega eðlilegt. Finninn sem sat við hliðina á mér var heldur ekki að standa sig í Koskisdrykkjunni þannig að ég neyddist til að hringja í mömmu hans. Hún var þvílíkt hress. Eftirpartýið var frekar súrt, enda allir orðnir þreyttir.
Sillis, tja... þið sem hafði farið í Sillis vitið hvað gerist þar. Those who haven't, well, that's just to bad for you. All in all, frábær sillis.
Fleira hef ég sossim ekki um Finland að segja.
Ferðin var alveg frábært. Meiriháttar bara.
Vikan endaði með flugferð og vægast sagt vafasömum gúllas framreiddum af afara samkynhneigðum flugþjóni.
Vek loks athygli á myndunum úr ferðinni, í 2 almbúmum. Þær eru þó ekki fyrir viðkvæmar sálir...
Ef þið sjáið Zoolander huxiði þá; Who can resist this face???

Maseltov!!