Þar sem frá var horfið síðast..
Það var meiriháttar að fá Tinnu og Njörð í heimsókn. Við versluðum, borðuðum góðan mat, drukkum gott vín, fórum í opinberar heimsóknir, versluðum aðeins meira og chilluðum. Gæti ekki hafa verið betra held ég bara.
Október var tiltölulega viðburðarlítill fyrir utan heimsókn frá Danmörku og fyrstu ferðina til Íslands eftir 10 mánuði. Það verður nú að viðurkennast að það var gott að koma á Klakann eftir allan þennan tíma. Ég stoppaði í viku og að sjálfsögðu var brjálað að gera. Enda ég highly busy og important eins og allir ættu núorðið að vita. Ég þurfti að sinna skólanum, eyddi tíma með Elmu, afgangnum af fjölskyldunni og vinum mínum. Gaman gaman.
Það var nú samt gott að komast aftur út í “rólegheitin”. Helgina eftir heimkomu hélt Fríða sæta uppá afmælið sitt. Halla vinkona úr sendiráðinu kom í sveitaferð og gisti og við stöllurnar tókum almennilegt tjútt bara, og er það vægt til orða tekið. Lets just say að það séu a.m.k. 2 skemmtistaðir hér í bæ sem ég læt aldrei sjá mig á aftur....
Svo kom Mílanó, þangað “þurfti” ég að fara vegna vinnunnar á námskeið. Eggert ákvað að skella sér að heimsækja vin sinn sem er búsettur þarna sömu helgi þannig að ég fékk það besta af báðu, business and pleasure.
Helgina eftir Mílanó fórum við Viddi til London að hitta Sazen og Marianne vinkonur mínar úr Leuven. Aaaaah það er svo mikil snilld að vera Erasmus og eignast vini útum allan heim. Anyways, Viddi var heldur betur viðraður í London, brann eiginlega yfir og er því komin í góóóóða hvíld núna. Höhhhömm. Ég eeeeelska bara River Island svo mikið að ég get ekki hamið mig þar inni... og Urban Outfitters... og Top shop.... og Mac... og Miss Selfridges... okey I went a little mad! Then again I’m already mad so what’s a little more? Helgin í heild var frábær. Við versluðum svo mikið að við höfðum ekki orku í að djamma... eða kannski er ég bara að verða gömul...
Nú helgina eftir London skrapp ég til Göttingen í Þýskalandi að heimsækja Maurice vin minn. Það var meiri afslöppun en London, fórum reyndar í eitt innflutningspartý þar sem honum tókst að hella mig fulla en afgangnum af helginn eyddum við eilea bara í rólegheitum. Það var meiriháttar.
Helgina eftir Þýskaland, eða 1. desember fór ég aftur á Klakann. Áætlaður dvalartími í þetta sinn; tæpar 5 vikur! Ástæðan: próf! Jibbí! Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu fegin og glöð ég var að vera komin aftur í Lögberg á gamla lesstofuborðið hans Halla litla að lesa umhverfisrétt. We lovezzz it! Nú, allt gekk reyndar framar vonum og áður en varði var komið jólafrí... tja ef frí má kalla. Mér tókst að plata Halla litla með mér í sveitina að heimsækja Dísu Rokkling og vil ég nota tækifærið og óska þeim Ívari og Dísu til hamingju með hótelið og reksturinn. Tjékk it. Þetta er rosalega flott og ferðin skemmtileg þrátt fyrir óveður. But hey, it’s the Kleik það er ALLTAF óveður. Okey á leiðinni heim stoppuðum við Halli hjá Gústa á fína sveitasetrinu hans. Vefsíða væntanleg.
Svo tóku við jólagjafainnkaup, jólamatur, jólin, fjölskyldan, jólaboð, spilakvöld (Fimbulfamb er SNILLD og ég og Sigurjóna rokkuðum í Trivial, Njörður þú mátt fara að passa þig!). Elma fór náttúrulea á kostum á hverjum degi þó ég hafi nú séð minna af henni en ég hefði viljað. Það er svona að vera svona svakalega busy og important (bíddu.. var ég búnað minnast á það? Oh, jæja, góð vísa er aldrei of oft kveðin). Um áramótin fór ég til AK City og var á hótel afa og ömmu. Var ekki búin að sjá þau í heilt ár og það var því yndislegt að fá klemmu frá afa og vöfflur hjá ömmu. Aaaa þau eru svo miklir gullmolar. Gamlarskvöldi eyddum við hjá Gunnu frænku og júnkuklúbburinn tók sitt árlega bæjarrölt. Afar vel heppnað. Fleira gerðist svosem ekki árið 2007 nema ég eignaðist nýjan besta vin. Hann er fallegastur og bestur í heimi. Ekki samt segja bestu vinkonu minni (tölvunni) mér finnst ég alltaf vera að halda framhjá.... já, gott að eiga góða vini.
Þá erum við loksins komin til 2008
1. janúar var viðburðarlítill... eða hitt þó heldur. Við brunuðum suður við fyrsta tækifæri enda útlit fyrir enn einn storminn og óveðrið og allar líkur á að við yrðum veðurteppt fyrir norðan ef við snáfuðum ekki af stað. Já nei takk. Um kvöldið hitti ég svo loksins, loksins Hlínsuna mína sem var að koma heim úr 4 mánaða heimsreisu. Ég var samt ekki búnað sjá hana síðan í febrúar, stupid geography. Allavega henni leiddist bara geðveikt allann tímann í heimsreisunni. Mmmmhmmmm. Tjékk it.
Svo var bara pakki pakk, kveðjustundir, allt frekar boring því 3. janúar var ferðinni loksins heitið aftur út. Ég var búnað gleyma hvað veðrið á Íslandi getur verið afleitt. Ég get ekki einu sinni talið stormviðvaranirnar sem voru á þessum 5 vikum, svo snjóaði helst til mikið fyrir minn smekk (ef ég mætti ráða væri aldrei snjór EVER). Ég vil líka þakka Kristínu frænku kærlega fyrir gestrisnina og fyrir að hýsa mig í þessar 5 vikur. Og btw silfurgráir 13 ára gamlir station bílar eru töff.
Það var gott að komast aftur út í daglegt líf svo ekki sé nú minnst á vinnuna. Var ég búnað minnast á hvað ég elska vinnuna mína? Ég held ég geti aldrei sagt það of oft. Helgina eftir að ég kom út slappaði ég af. Ég gerði bara nánast ekkert. Ja nema skrifa undir leigusamninginn, stússast í kringum það og pakka, versla í matinn og þrífa. Um síðustu helgi fór ég svo til Amsterdam að hitta Eddu og Darra. Darra er svo mikið dúlla. Við vorum bara að chilla saman, kíktum í búðir, nutum góða veðrisins, borðuðum sushi í kvöldmat og höfðum það gott.
Um þarsíðustu helgi flutti ég og fór í Ikea. Guð blessi Ikea. Svo á sunnudeginum fór ég til Slóveníu á 3ja daga fund um vegabréf og vegabréfsáritanir. Spennandi...? já mér fannst það. Fékk reyndar ælupest og missti af ½ degi. Stórlega ofmetið að sofa á nóttunni. En ég var á voða fínu hóteli svo það væsti nú ekki um mig.
Helgin sem leið fór í að útrétta og sinna hinu og þessu. Núna er ég loksins búnað koma mér fyrir í nýju íbúðinni sem er æðisleg. Set myndir á netið við tækifæri.
Köttur útí mýri, setti uppá sig stýri og úti er ævintýri. Í bili allavega.