Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, April 22, 2008

Leuven Reunion in Göttingen

Um síðustu helgi fór ég til Göttingen í Þýskalandi að hitta vini mína frá því á fyrstu önninni sem Erasmus í Leuven.




Strákarnir og Stella - þvílík gleði!
Helgin var meiriháttar, enda ekki annað hægt í svona góðra vina hóp.
Við fórum í háskólapartý þar sem ég og vinur minn skiptum um hlutverk, he became me and vice versa. Flottur jakki og maaaaans bag er klárlega málið.
Ég drap næstum sjálfa mig og fleiri í kringum mig á allt of stóru hjóli. Heilræði dagsins; don't bike while drunk! I mean it! Reyndar var hjólið með stæla þúst þannig að þetta var ekki bara ég... nei nei. Hjól dauðans fór allavega klárlega með stjórnvöldin en ekki ég.
Á laugardeginum vaknaði ég við fyrsta hanagal... or so to speak. Það sem eftir lifði helginni voru nú bara tekin rólegheit á þetta. Eitt djamm var meira en nóg enda var föstudagsdjammið sennilega eitt mesta djamm sögunnar... og þynnkan réði ferðinni á laugardaginn. Þynnkan hindraði Team Vala þó ekki í því að rústa Team Garlic í mini golfi. Damn we rock!
Tja fleira er svosem kannski ekki veraldarvefsvænt eftir ferðina.
Lýk þessari þunnu færslu með orði helgarinnar:
Schweingel.
Nauðsynlegt að kunna.
Bæti kannski við meiru síðar ef mér dettur eitthvað í hug... efast samt um það, heilinn er kominn í próf gír og þá er nú lítið á honum að græða!
Túmorró; Ísland!

Wednesday, April 16, 2008

Ask the computer

Í gærkvöldi var ég viðstödd enn eina opnunina undir hátíðinni Iceland on the Edge sem heppnaðist einstaklega vel, svo ekki sé nú minnst á hvað var voða gaman að fá yet another opertunity til að network my ass off. Hinsvegar var ég sökum þessa mei-heiriháttar networking opertunity svo syfjuð í morgun að ég fór í vitlausar buxur... ég mætti því í brúnum buxum og svörtum jakka - tvílitri dragt - á sendiherrafund í ráhherraráðinu. Trendsetter...? Computer says noooo... Þegar ég leit útúm gluggan í morgun, áður en ég klæddi mig í brúnu buxurnar og svarta jakkann, sá ég að sólin skein hátt á lofti. Yndislegt hugsaði ég með sjálfri mér. Fór þessvegna í stuttermapeysu (við brúnu buxurnar sem á þessum tíma ég hélt enn að væru svartar) og þunnan svartann jakka - dragtarjakkann minn (Þennan sem passar ekki við brúnu buxurnar). Nú stuttermapeysan var ekki mikið gáfulegri en brúnu buxurnar - sem pössuðu ekki við svarta jakkann minn - afþví nú er ég nær dauða en lífi af kulda enda er loftræstingunni hérna í vinnunni stjórnað af djöflinum og freekin' freezing úti. Gluggaveður...? Computer says yes!
Ég er samt voða glöð og sæl með lífið. Ég er að fara á Leuven reunion í Djörmaní um næstu helgi. Svo er það Ísland í 3 vikur, 3 próf og a.m.k. eitt gelludjamm. Vúhú!

Túmorró: Lopapeysa og flísbuxur.

Tuesday, April 08, 2008

Vor

Síðastliðna tvo mánuði er ég búin að:
- Fara tvisvar til Djörmaní á námskeið og hitta m.a. uppáhalds prófessorinn minn sem ég elska að hata... in jó face skiluru! We do too have crimes in Iceland.
- Fara á opnunina á Iceland on the Edge, Icelandic Airwaves og Pétur Gaut í leikhús with my gay better half svo eitthvað sé nefnt.
- Reka hótel.
- Fá fullt af gestum; takk fyrir komuna alle sammen :o)
- Borða þrjú páskaegg; takk fyrir mig.
- Loka hótelrekstrinum... tímabundið a.m.k.
- Fara til Amsterdam á skíði... or so to speak,
- Borða meira Sushi en allir Japanir til samans innbyrgða á heilu ári,
- Klippa mig... again. When am I gonna learn?
- Týna veskinu mínu tvisvar... og finna það aftur tvisvar.
- Halda tvö fabjúlös partý í my fabjúlös penthouse.
- Djamma til 9.30 um morguninn. And before you ask, no I'm not on drugs...
- Fara næstum á deit með fyrrum vistmanni á geðveikrarhæli. This is what's out there for us single gals.
- Byrja á mastersritgerðinni minni - Halelúja. Amen.

Ævintýrin í lestinni halda líka áfram. S.l. mánudag var ég svolítið sein, verandi mánudagur and all. Jæja, hið daglega ferðalag samanstendur venjulega af; Leuven - Brussel Noord, Brussel Noord - Brussel Schuman. Síðari hlutinn tekur venjulega 5-7 mínútur. Þennan mánudag (dauðans) tók hann hinsvegar 55 mínútur. Afþví lestarstjórinn ákvað að keyra útá flugvöll, stoppa þar í rúmt korter - án þess þó að opna lestina - snúa svo við og stoppa ekki fyrren á Merode. Sem er stoppustöð sem ég vissi ekki að væri til og lestin á ekki að stoppa á. Frelsinu fegnir ruddust allir farþegarnir útúr lestinni. Á sama tíma. Soldið svona einsog þegar beljunum (Belgunum) er hleypt út úr fjósinu (lestinni) á vorin.