Lesstofudvergur í Leuven

Thursday, June 19, 2008

Tekið af Vísir.is í dag:
... Ísbjörninn kemst ekki á lista yfir hættulegustu dýr jarðar en þar er móskítóflugan á toppnum með tvær milljónir mannslífa á ári, en síðan koma snákar, sporðdrekar, krókódílar, fílar, býflugur, ljón, flóðhestar, marglyttur og hákarlar...
----
Af fyrrnefndum dráps dýrum finnast einungis býflugur (tja svo lengi sem maður heldur sér á þurru landi) á Íslandi.

... og er þá maðurinn undanskilinn...
Í fyrra átti ég eftirfarandi samræður við prófessorinn minn í European Criminal Law:
Hann: "Where are you even from?"
Ég: "Iceland."
Hann: "Iceland? Do you even have crimes in Iceland?"

Engir glæpir og bara býflugur.

I like it.

Okey eigum við samt að ræða þetta eitthvað með moskító? Er hún bara að drepa fyrir allan peninginn eins og Íslendingar segja gjarnan þessa dagana!

Friday, June 13, 2008

Föstudagurinn 13...

... strikes again:
http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/europe/7452171.stm

Ég skrifa þá bara Mastersritgerðina mína um atkvæðagreiðsluna í Eurovision.

Tuesday, June 10, 2008

Stóra Bakarísmálið

What is the world coming to?
Skjóta sig í fótinn.
Bakarísstelpan.

Héðan í frá verður lífi mínu skipt í tvo kafla: Fyrir og eftir stóra bakarísmálið.

Monday, June 09, 2008

Samúðarkveðjur

Svona í ljósi kreppunnar og þeirrar staðreyndar að enginn hefur efni á nýja fansí grillinu (sbr. síðasta færsla) sem tröllríður markaðnum á Íslandi eins og flatskjáir hafa gert undanfarin misseri vil ég votta fólkinu sem er að grilla í Nauthólsvík samúð mína. Veslings fólkið að þurfa að grilla á gömlum grillum í kreppunni.

Það má þó líta á björtu hliðarnar; það virðast allavega vera til aurar fyrir mat á grillið.