Duran - Duran
here I come....!
Stefnir í frábæra viku,
Mánudagur: grillveisla og bíó.
Þriðjudagur: fundur með systrum mínum laganemum.
Miðvikudagur: Skila uppkasti að ritgerð.
Fimmtudagur: Duran Duran í Egilshöll með Gústa Homma og Halla sjóræningja.
Föstudagur: Lagt verður land undir fót og haldið norður yfir heiðar og sungið hástöfum: eftir gresjunni kemur maður, ríðandi hesti á...!
Aðeins einn skuggi hvílir yfir vikunni og hann er sá að við árin mín 23 bætist 1 til viðbótar (snökt). Samt fallega gert af Duran Duran og koma og spila á afmælisdaginn minn svona til að reyna að hressa mig við....
Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka fyrir gott partý síðust helgi. Sérstakar þakkir til partýhaldara:
Einar/Einsína: fyrir framúrskarandi klæðnað. Varpaðir skugga á allt og alla aðra á staðnum.
Gústi: fyrir að gleðjast aðeins of mikið yfir gjöfinni frá Bjarna og Önnu Pálu, gúdsí gú!
Halli: fyrir að deyja ekki þótt þú hafir drukkið fullt af bjór.
Sæl að sinni