Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, June 28, 2005

Duran - Duran

here I come....!
Stefnir í frábæra viku,
Mánudagur: grillveisla og bíó.
Þriðjudagur: fundur með systrum mínum laganemum.
Miðvikudagur: Skila uppkasti að ritgerð.
Fimmtudagur: Duran Duran í Egilshöll með Gústa Homma og Halla sjóræningja.
Föstudagur: Lagt verður land undir fót og haldið norður yfir heiðar og sungið hástöfum: eftir gresjunni kemur maður, ríðandi hesti á...!
Aðeins einn skuggi hvílir yfir vikunni og hann er sá að við árin mín 23 bætist 1 til viðbótar (snökt). Samt fallega gert af Duran Duran og koma og spila á afmælisdaginn minn svona til að reyna að hressa mig við....
Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka fyrir gott partý síðust helgi. Sérstakar þakkir til partýhaldara:
Einar/Einsína: fyrir framúrskarandi klæðnað. Varpaðir skugga á allt og alla aðra á staðnum.
Gústi: fyrir að gleðjast aðeins of mikið yfir gjöfinni frá Bjarna og Önnu Pálu, gúdsí gú!
Halli: fyrir að deyja ekki þótt þú hafir drukkið fullt af bjór.
Sæl að sinni

Thursday, June 09, 2005

Top 10

Topp 10 augnablikin í lífi mínu síðustu daga...
1. Þegar ég fékk mér vatn úr flösku og sullaði helmingnum af innihaldi flöskunnar á milli brjóstanna á mér...
2. Þegar ég datt á línuskautum um daginn (fleitti kerlingar more like it).
3. Þegar ég hélt að diskmann-inn minn væri ónýtur afþví hann spilaði ekki diska! Fattaði 2 dögum seinna að ástæðan var sú að ég var með 2 diska í spilaranum....
4. Þegar ég læsti mig úti í níunda skiptið á 3 mánuðum.
5. Þegar ég missti mig í síman við "nýja tengiliðinn" okkar hjá einu stærsta innflutningsfyrirtæki landsins.... yes, very good for busness, very good indeed.
6. Þegar ég kom heim í miklum flýti og opnaði útidyrahurðina á nágranna minn. Má eiginlega segja að ég hafi tekið hann með hurðinni, í orðsins fyllstu merkingu. Ég held hann sé enn frá vinnu!
7. Þegar ég sagði þinglýsingarbrandara í partý þar sem ég var eini laganeminn. Getið rétt ímyndað ykkur hvað ég reif stemmninguna upp.
8. Þegar ég gleymdi að pabbi minn ætti afmæli, eyddi öllum deginum með honum án þess að óska honum til hamingju. Þegar ég var nýbúin að kveðja, rann upp fyrir mér ljós. Þegar ég óskaði honum loksins til hamingju með afmælið mundi ég ekki hvað hann var gamall! Algert aukaatriði.
9. Þegar ég fattaði að hi-five er alls ekkert í tísku.
10. Þegar ég reyndi að setja saman grindina sem ég keypti í Ikea. Samsetningin átti að vera svo auðveld að það fylgdu engar leiðbeiningar. Grindin er enn ósamsett.
Góða helgi gott fólk