Miðvikudagur til moldar
Skrifstofan er full af verkamönnum. Þeir eru allir með húfu, í appelsínugulum (tótallí not their color) samfestingum, skítugur og blóta í tíma og ótíma.
Það er verið að skipta um rúður á hæðinni.
Verkamaður 1: Halt'á fokking rúðunni maður!
Verkamaður 2: Ég er að'í maður! (sem er ekki satt, hann stendur bara eins og bjáni og er að naga á sér neglurnar)
Verkamaður 1: Burt með þetta! Fullt af bókum, andsk... "$#6"$(&%!!!
Yfirmaðurinn minn: Hömhömm... já, ég skal bara færa þetta hérna. Þessi gluggi hefur að vísu aldrei verið opnaður.
Verkamaður 2: ..... (stendur enn eins og bjáni en núna að bora í nefið). Síminn hans hringir (bíddu er Bogi Guðmundsson mættur?) Verkmaðurinn (sem ég kalla hér eftir Boga Guðmunds afþví þeir hljóta að vera skildir, verandi með sömu hringinguna) dregur puttan úr nefinum og fálmar eftir símanum.
Verkamaður 1: (öskrar) Hún hefur aldrei getað opnað hann!!
Bogi Guðmunds 2: Kominn í síman, já blessaður nagli (who talks like that??)
Verkamaður 1: Hún hefur aldrei getað opnað hann!!
Bogi Guðmunds 2: (enn í símanum) Helgina? Kíkja eitthvað út.... (heyri ekki meira fyrir látum)
Verkamaður 1: (enn hærra en fyrr) Fokkings glugginn hefur aldrei verið opnaður!
Bogi Guðmunds 2: ... pumpa úr henni ....
Verkamaður 1: Pumpa hvað? Fokkings glugginn hefur aldrei verið fokkings opnaður!
Bogi Guðmunds 2: Segjum það þá, L8R. (snýr sér að glugganum) Varsta seig'eikkva?
Verkamaður 1: (öskrað af öllum lífs og sálar kröftum) Glugginn hefur aldrei verið opnaður!!!
Eru semsagt allir búnir að ná því að fokkings glugginn hefur aldrei verið opnaður!
Don't get me wrong, ég hef ekkert á móti verkamönnum, mér finnst þeir venjulega fjallmyndarlegir og foxy í vinnugöllunum. Heimsókn þeirra væri á venjulegum degi kærkomin, smá truflun frá súrum stjórnvaldsákvörðunum, en þetta er bara fyndið. Ástæðan:
Á meðan að á öllu þessu stendur er rok inni á skrifstofunni og skítakuldi. Ekki smá gola, heldur ROK og SKÍTAKULDI. Sem kemur sér afar vel afþví ég er kvefuð og var bara ekkert kalt fyrir, alls ekkert kalt.
Og það er ekki bara ég sem er pirruð á þessu, gömlu kallarnir þurfa að hætta að leggja kapal í tölvunni og hanga í kaffi... stanslaust, án þess að taka sér vinnupásur (pásur til að leggja kapal í tölvunni) á milli.
Ah, það er gott að vinna hjá ríkinu.