Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, May 30, 2006

Tónlist?

Fyrir nokkru síðan var ég í partý. Sem væri nú ekki frásögum færandi nema ég fékk að heyra þetta frábæra lag með Brynjari Má. Það sem eftir lifði partýinu deildu partýgestir um það hvort "lagið" væri í gamni gert hjá Hr. FM hnakka eða alvöru, milli þess sem við þerruðu tárin af hlátri. Ég var ein af þeim sem neitaði að trúa því að nokkrum lifandi manni gæti mögulega verið alvara með svona nokkru. Að gjörsamlega tortríma þessu annars góða lagi, ótilneyddur. Það hlaut að vera einhver önnur skýring...
Annars var ég búnað eyða þessum viðbjóði úr minninu, þangað til í morgun.
Þá var ég að hlusta á útvarpið, FM957 nánar tiltekið (yes, yes, you can judge me all you can, en ég viðurkenni að það kemur fyrir að ég hlusta á Hnakkaútvarp). Anyways, Brynjar Már aka FM Hneeeekk nr. 1, er með sinn daglega þátt og er virkilega að gorta sig af því að "lagið" hans "Þú ert falleg" í íslensku þýðingunni, sé mikið spilað í partýum borgarinnar... Hann er semsagt ekkert að grínast með þetta. Nú velti ég því hins vegar fyrir mér hvort fólk í partýum borgarinnar er að grínast milli þess sem ég þerra tárin úr augunum af hlátri.
Seriosly, þetta er bara beyond vandræðalegt. Þetta er hræðilegt. Ég vissi ekki að það væri til svona mikill kjánahrollur eins og heltekur mig þegar ég hlusta á lagið.
Að mínu mati minnir "tónlist" Brynjars Más á tónlist Ross í Friends. Svo ég kvóti nú beint: There are rats in the basment that are hanging themselves. Og þó, Ross var nú skömminni skárri.

Monday, May 29, 2006

Stofnun ársins

It's official, embætti tollstjórans í Reykjavík suckar, en það hlaut 86. sæti (af 93 mögulegum) í könnuninni stofnun ársins sem SFR stóð fyrir á dögunum.
I like to think I had a little something to do with theese fabulous results... múhahahahaahah...múhahaahaha (evil-plan-laugh)!!! They had it coming!
Ja hérna hvað Hr. Tollstjórinn í Reykjavík hlýtur að vera ánægður með lífið núna. Ekki að honum sé ekki nákvæmlega sama um þessa þræla sem vinna fyrir hann. Fyrir honum erum við öll bara tannhjól í illa smurði samsærisvél hans um að ná heimsyfirráðum.
Það er allavega mín kenning.

Monday, May 15, 2006

Í fréttum er þetta helst:

Ég hata vinnuna mína.
I hate my job.
Je detesté mon travail.
Ich haten mein arbeid.
Jag hatar mitt jobb.
Vihaan työtäni.
Jeg hader min arbejde.

Annað er sossem ekki títt.
Bara sól og blíða.
Yndislegt að sumarið sé loksins komið!

Thursday, May 04, 2006

Yes.