Lesstofudvergur í Leuven

Sunday, April 22, 2007

Happy hour with the Lobsters

Okey... hver breytti blogger account-inum mínum yfir á flæmsku? Já eða nei? I mean it, this is not funny... Hef fengið einhverjar glataðar skýringar þess efnis að IP - adressan mín sé belgísk og þetta stafi af því. Ég segi nú bara; Hvað í fjandanum er IP adressa og afhverju er mín belgísk? Þessir tæknilegu örðugleikar hafa valdið mér töfum í blogfærslum. Til að refsa sjálfri mér fyrir að vera afar ótæknivædd og gera ekkert í málinu ætla ég að birta þessa mynd af fyrirsvarsmönnum The Lobster Club

Eins og sjá má á myndinni er búið að vera geðveikt leiðinlegt hjá mér undanfarið... Um síðustu helgi fór ég á svaka tjútt. Hélt kokteil boð þar sem nýr kokteill var þróaður. Kokteillinn sá hinn sami sló heldur betur í gegn og rúlluðum við stelpurnar héðan úr penthásinu um miðnætti. Áfangastaðurinn var að sjálfsögðu Oude Markt sem klikkar aldrei, enda úr 28 skemmtistöðu/börum að velja.


Jæja, Laugardeginum eyddi ég að mestu í þynnku, fór bara snemma að sofa. Mæli ekki með því að vera heiftarlega þunnur í 28 stiga hita, búandi í gufubaði. Á sunnudaginn fór ég svo á fætur við fyrsta hanagal og fór með stelpunum á ströndina. Það er smá road-trip, eins og 2 tímar með lest eeeen það er tótallí worth it. Eyddi deginum í að vörka tanið og lesa um tengsl eiturlyfja og glæpa. Avúhú!!! Um kvöldið fórum við Lobsterarnir vel grillaðir á STUK.... Note to self: when sunburned, don't wear red!!


Síðastliðin vika var semsagt Partý vika hjá Erasmus nemunum. Bar nú lítið til tíðinda annað en að ég gerði þau stóru mistök að taka þátt í strákakvöldi á þriðjudaginn. Mér hundleiddist hérna heima og hugsaði með mér að þessir strákavinir mínir væru nú óttalegar kellingar svo það gæti ekki verið mikil áskorun fyrir mig að fara út með þeim á þeirra svokallaða "boys-night". Turns out I was wrrooooong, and by wrong I mean very wrong. Á miðvikudaginn langaði mig að deyja... eeeen, ég lifði af og þar af leiðandi þurfti ég að sjálfsögðu að fagna á fimmtudeginum... Fór út með stelpunum og hafði það voða kósí. Á föstudaginn var svo annar í Happy hour with the Lobster's og kokteilboð í penthásinu. Eftir langa leit að Cranberry juice bjó ég til þessa líka dýrindis Cosmopolitan. Og svo eldaði ég meira að segja líka. Ok ég steikti hakk og skar grænmeti... bauð uppá Taco, þúst ég er geðveikt góð að skera gúrkur... mmhmmm. Jæja, um miðnætti héldum við í eitthvað Kanadískt partý á Wink sem var frekar slappt. Þaðan fórum við á Oude Markt og enduðum að sjálfsögðu á Ambriorix. Kvikindið stóð svo við stór orð sín um morgunpartý og var ekki komin heim í penthásið fyrren um 8 leytið á laugardagsmorgninum.... Já já, bara mjög töff að vera að rölta heim um leið og helgar-úti-markaðirnir eru í uppsetningu. Yeees...


Í gær var ég frekar þreyttur Lobster, löndsaði á Oude Markt með krökkunum, leitaði að hjólinu mínu, talaði við afa og ömmu á skype og skrapp svo út með Astrid um kvöldið. Borðuðum dinner á Rodins (Oliver Leuven) og fengum okkur fansí kokteil í eftirrétt. Svo bara rétt heilsuðum við uppá vinina og loks heim í háttinn. Í dag löndsaði ég aftur á Oude Markt enda ekki annað hægt í þessari blíðu.


Það rann eitthvað svo allt í einu upp fyrir mér að dvölin mín hérna í Leuven er senn á enda. Þessvegna tók ég þá ákvörðun að eyða ekki mínútu í viðbót í eitthvað hangs. Núna er bagra bgrála að gegra.... Nú fyrir utan alla þessa sósjal dagskrá tóks mér (ótrúlegt en satt) að koma miklu í verk námslega séð. Þessvegna fór ég líka svona oft út sko... þurfti að kynna ritgerðina mína og skila inn 2 verkefnum, og þetta eru að sjálfsögðu stóráfangar sem þarfnast fagnaðar... Og núna eru bara 5 dagar í að krakkarnir komi í heimsókn!! Oooh, hvað ég hlakka til. Jæja, svona að lokum:


Gleðilegt sumar elskurnar!

Friday, April 13, 2007

Ich weiss das du willst...

Um daginn fékk ég fyrirspurn þess efnis afhverju ég væri ennþá með mynd af jóla-engli á blogginu mínu. Ég ætla að gefa ykkur hinum sem eruð að velta þessu líka fyrir ykkur sama svar og ég gaf ofangreindum aðila: Hjá Dvergnum eru alltaf jól og þar af leiðandi algjör óþarfi að skipta um mynd eftir árstíðum. Það er bara ein árstíð hjá Dvergnum: Jól. Punktur.
Ástæðan fyrir að ég er að blogga er sú að ég er heima í Penthásinu - aka - gufubaðinu mínu og sökum óbærilegs hita er ég með my Airmate í botni og reyni að hreyfa mig ekkert. Minnsta hreyfing veldur svitabaði sem ég fýla ekki.
Var í Leuven Stadtpark í dag með Marianne að læra. Núna er ég grillaður Lobster. Marianne er einmitt rauðhærð og þessvegna ofgrillaður Yfirlobster. Við Lobsterarnir ætlum að kæla okkur með kokteilum í kvöld. Það verður vafalaust svaka stuð.
Annars er páskafríði búið að vera ótrúlega notalegt og afslappandi. Bara ritgerðarvinna og slakí tær. Mmmmm....
Ferðin til Genf var frábær, fyrir utan hor í nös og hósta. En ég setti það ekki fyrir mig og djæfaði þarna með helstu ráðsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Ferðin byrjaði á sunnudagskvöld þess 1. apríl kl. 21.00 en þá var lagt í hann. Morgunverður snæddur í Frakklandi eftir nótt í rútunni og koma til Genf í kringum 10.00. Smá frítími sem við Astrid nýttum í gönguferð með vatninu og til að löndsa in ðö city. Weil wir können.
Klukkan 14.00 hófst dagskráin hjá WTO dispute settlement committee. Hefði verið frekar döll heimsókn ef einn af gaurunum þarna hefði ekki stolið senunni með einkar hlutdrægum og borderline fyrirlestri um ágæti WTO. Mjög gaman að hlusta á einhvern sem þorir að segja skoðanir sínar og tekur sjálfum sér létt... warum denn eigentlich nicht? Eftir þetta fórum við í Belgíska sendiráðið og hittum sendiherrann. Þar var lei-heiðinlegt, enda Belgar ekki þekktir fyrir að vera skemmtilegir: Belgian people are boring. Throw potatoes at them. Ferðin var farin á vegum ELSA og hópurinn samanstóð af 34 belgum, bæði fólki frá Valognie og Vlanders, semsagt frönskumælandi og flæmskumælandi belgar (lesist ríkir og snobbaðir v bældir og boring). Frönskumælingjarnir voru eitthvað að misskilja dress-codið sem var "Formal" og stelpurnar mættu allar í galakjólum og ballskóm. Getið rétt ímyndað ykkur allar skorurnar sem voru on display fyrir sendiherrann. Töff atriði. Nóg af myndum til frekari skýringa fyrir ykkur sem leiðist.
Eftir heimsóknina í sendiráðið var kokteilboð í Palais de Nations. Þar voru ýmsar óvæntar uppákomur, sjá myndir til frekari skýringar. Eftir þetta var dagskránni lokið þann daginn. Við Astrid fengum okkur súpu í kvöldmat og svo bara heim á hostel að lulla. Enda voru belgarnir ekkert að hafa fyrir því að standa fyrir kvölddagskrá til að hrista hópinn saman. Alger óþarfi. Stupid ass belgian people.
Jæja, næstu daga fengum við m.a. guided tour um Palais de Nations, heimsóttum WTO, UNICEF, ILO, UNHCR (en þessar 2 síðarnefndu fannst mér án efa lang bestu heimsóknirnar), UNRWA, Rauða krossinn, WIPO, villtumst ca 15 sinnum og.... uuuu.... held þetta sé bara komið. Fengum að löndsa með stórlöxunum í Palais de Nations 2 daga og í UNHCR 1 dag. Leið náttlea einsog við værum highly important... sem við náttlea erum auðvitað.
Á þriðjudeginum höfðum við smá frítíma og notuðum hann í skoðunarferð. Eftir hádegi á fimmtudeginum var líka frí og þá naut ég lífsins í sólinni. Fór bara útum alla borg held ég... enda frekar lítil borg, ekki nema 400.000 íbúar. Svo kom hápunkturinn þegar ég fann Starbucks Coffee. Amen.
Á miðvikudagskvöldinu bauð ELSA Geneva okkur í Ostafondú veislu á veitingastað á vatninu. Tja, ef veitingastað má kalla, einskonar garðskáli... en ostafondúið var snilld. We liiiike! Eftir matinn var farið á bar... já já, einmitt.
Brottför frá Genf var kl. 20.30 á fimmtudegi. Í rútunni voru belgarnir með skemmtiatriði. Þeir höfðu haldið kosningar í m.a. eftirfarandi flokkum:
1. Duglegasti aðilinn að tala flæmsku. Ég vil bara minnast á í sambandi við þennan lið að fyrirsvarsmönnum ferðarinnar fannst algerlega óþarfi að gefa upplýsingar og fyrirmæli á ensku. Það var bara gert á frönsku og flæmsku og við Erasmus nemarnir áttum bara að giska á hvenær við áttum að mæta í heimsóknirnar og hvenær rútan færi og svoleiðis. Bara svona til að auka skemmtunina fyrir okkur. Flippaðir þessir belgar.
2. Best klædda stelpan/strákurinn. Okey það eru ekki til vel klæddir belgar. Punktur.
3. Efnilegasta parið (sá liður sem valdi mesta kátínu belganna). Já, ég vil bara minna á að þetta eru 23-26 ára háskólafólk og fullkomnlega eðilileg hegðun. Let's kill Corkey!
Að lokum: allerdings!
Jæja, kokteilarnir kalla....
Toodles

Sunday, April 01, 2007

Svimi svimi svitabað

Djís lúís, Penthásið mitt er orðið að gufubaði. Ekki misskilja mig, ég er oftast nær hlynnt góðu gufubaði en að búa í einu slíku er not my cup of tea. Ef þessari ástæðu hef ég forðast það að vera heima. Hér kemur vikan í hnotskurn:
Sunnudagur: Sund, læri-lær og vikulegir jazz tónleikar á STUK um kvöldið.
Mánudagur: uuu... man ekki. Getur þar af leiðandi ekki hafa verið viðburðaríkur dagur. Minnir samt að við höfum borðað á Deverf í hádeginu. Mmmm wí lækz the Kipwrap!!
Þriðjudagur: Læra. Matur hjá Hafdísi um kvöldið og svo danskt partý hjá Marianne sem endaði með svaka tjútti. En ég meina, það var þriðjudagur til þorsta... þá verður maður að tjútta.
Miðvikudagur: Ekki laust við smá timburmenni... Annars bara rólegur dagur. Kláraði loksins, loksins skýrslu sem ég er búnað hafa hangandi yfir mér. Mjöööög ljúft.
Fimmtudagur: Skóli og læra. Um kvöldið skruppum við út í bjór, enda fimmtudagur og bráðnauðsynlegt að fagna skýrsluskilum frá því deginum áður. Ekki annað hægt...!
Föstudagur: undirbúningsvinna fyrir ritgerðasmíð. Rólegt kvöld, skrapp í afmæli sem var btw versta partý sem ég hef á ævi minni farið í. Engin tónlist og allir sitjandi við hringborð þegjandi. Stuð.is. Enginn bjór í boði bara pönnukökur og gulrótarkaka (ok, ég fýla alveg sætabrauð en svona samkvæmi á að halda á sunnudagseftirmiðdegi en ekki föstudagskvöldi.). Partýið toppaði svo mús sem var þarna á flakki í eldhúsinu sem enginn virtist kippa sér upp við. Það eru mýs í öllum húsum sagði afmælisbarnið... já nei takk! Það er sko ekki mús í penthásinu mín! Wtf! Kannski vert að minnast á það að ég þekki afmælisbarnið ekki rass í bala. Hef einu sinni eða tvisvar talað við hana en hún beit það í sig síðasta sunnudag að ég væri nýja besta vinkona hennar og bara bókstaflega yrði að koma í afmælið hennar. Mei-heitiháttar. I tell you, it's not easy being this popular and fabulous... höhöm...
Í gær lá ég í leti, skrapp í sund og fór svo út um kvöldið. Fengum okkur fyrst kvöldmat á indverskum skyndibitastað. Nema hvað það var ekkert skyndi við hann. Við biðum að eilífu eftir matnum í þessari líka frábæru klóakfýlu sem hvíldi inni á veitingastaðnum. Mjög notalegt og lystaukandi. Jæja, kvöldið fór þó uppávið eftir matinn en þá fengum okkur Stellu á hinum ýmsu börum borgarinnar og stigum villtan dans á Café Manger.
Í dag fengum við okkur hádegismat á Oude Markt í sólinni til að vörka tanið.
Jæja núna þarf ég að fara að klára að pakka fyrir Genf. Ekki nema 2 tímar í brottför og ég er að sjálfsögðu á síðustu stundu með allt. I think it might be a medical condition. Maybe they have pills for it... wí lækz zö pillz...
Síjú in fæf deis darlings!
Gleðilega páska
Toodles