Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, December 19, 2006

Svo varð Palli einn í heiminum

Birkir fór í gær og Hafdís fór í morgunn, og Palli er bara aleinn í Leuven.... Svikarar!! I don't need you... I don't need anybody.. I can make new friends!
Jæja, best að nýta bara þessa daga í að læra, já, já, góð hugmynd. Ég setti mér einmitt mjööög háleit og metnaðarfull markmið fyrir helgi... síðan á fimmtudag er ég búnað lesa 13 bls. af 3600. Hélt fyrst að blaðsíðurnar væru bara 2600 en svo reyndust þær vera 3600. Iss, ég nenni ekki að stressa mig á þessu. Stress er fyrir aumingja og það vita jú allir vel að if you ignore the problem it will go away... Höhöm.
Á föstudagskvöldið fórum við krakkarnir á jólamarkaðinn. Fengum okkur Jólaglögg (mmmmm) og sungum jólalög... (sjúdderræríreisjúdderaríraa) okey, við sungum kannski ekki en Hafdís tók nokkur dansspor; I see you baby, shakin' that ass, shakin' that ass! You've gotz ze movez down girl! Ég ætlaði svo að vera voða dugleg að læra á laugardeginum, eeeen í staðinn fór ég seint á fætur, lagaði aðeins til í Penthásinu, skrapp í bæinn og eyddi svo 2 tímum í að máta allan fataskápinn og punta mig fyrir stóra kvöldið.
Kl. 19.00 sharp (Lee) var ég mætt til Boga og Ólafíu í sparadressinu og þar tók á móti mér þessi líka dýrindis hangikjötslykt. Mmmmmmm! We lækzit!! Matarklúbburinn náði nýjum hæðum á laugardaginn skal ég segja ykkur; reyktur lax og íslensk graflaxsósa í forrétt, hangikjét og uppstúf (Ólafía fær A+ fyrir uppstúfinn) í aðalrétt (við erum að tala um rauðkál, grænar baunir og flatkökur í meðlæti) og loks ís í eftirrétt. Svo ekki sé nú minnst á jólaglöggið með öllum réttunum. Carolin fékk líka að njóta kræsinganna, ómögulegt að hafa svona íslenskan mat án þess að bjóða úglendingi líka! Eftir aðalréttinn skiptumst við á Secret Santa gjöfum. Ég fékk þessi fínu jólaeyrnaskjól sem ég hef ekki tekið niður síðan og súkkulaði. Jaaaá, hann jóli kann sitt fag.
Eftir nokkra Smirnoff Ice var kominn tími til að halda í næsta jólaboð sem var niðrí í bæ. Þar voru allir krakkarnir að bíða með Secret Santa gjafirnar eftir okkur íslendingunum sem vorum náttlea fashionable/very late. Nú frá very Secret German santa (Stúfur as I like to call him afþví hann er 1.50) fékk ég svart kerti og forplay - teninga. Og nei, þetta er ekki prentvilla. Santa is getting a little kinky with it this year. Eftir gjafaskiptin fórum við á 7 Oaks sem er... tja... hvað skal segja, gufubað/diskó. Þar var snilldar stuð og við enduðum á að drag our fabulous asses home around 6.30 a.m. Nema Birkir. Hann var til 8 að leita að hjólinu sínu. Why? Because he could. Án efa besta Leuven djamm hingað til.
Sunnudagurinn var bara tekinn rólega. Gerði ekki einu sinni tilraun til að læra enda hefði það klárlega verið af einskærri sjálfspíningarhvöt. Í staðinn tókum við þynnkumat á Macaranum, did a little christmasshopping, skruppum til Boga og Ólafíu og loks í bíó á Dejá vu um kvöldið. Don't do it!!
Í gær og í dag er ég búnað vera að snúast í ýmsu. Alltaf brjálað að gera þó kaupið sé lágt.
Núna ÆTLA ég að fara að læra! Doit, doit, doit... aaaaa damn germans!
Svefn, matur og einbeitning eru hælí óverrated! I'm telling you, you heard it here first!
Toodles

Heilræði dagsins; whatch out for Cupid. He is one dangerous diperwearing mf! I need help.

Wednesday, December 13, 2006

Ástralía - Þýskaland - Svíþjóð

Jæja gott fólk.... blogga oft og stutt? Neeeh...
Well, now that's shot to shit how about aiming for the longest blog in the history of Lesstofudvergurinn? Mazel tov!
Nú eins og glöggir lesendur, nær og fjær, ættu að vita var hún Hlínsa mín í heimsókn hjá mér um síðustu helgi. Fram að helginni gerði ég nú lítið sem ekkert annað en að deyja næstum úr tilhlökkun. Reyndi að læra eitthvað í hausinn á mér sem gekk reyndar vonum framar. Ótrúlegt en satt. Fimmtudagurinn fór að mestu í að dusta rauða dregilinn, pússa silfrið og leyfa rauðvíninu að anda. Skrapp út í pizzu með Boga og Ólafíu um kvöldið og lærði svo fram á nótt.
Föstudagurinn rann upp bjartur og fagur (reyndar var mígandi rigning og rok en fyrri lýsingin á miklu betur við miðað við hversu glöð ég var). Jæja, Ólafía var mætt til mín um 9 leytið, kom við í bakaríi á meðan ég hellti uppá kaffi. Piparkökur og jólalög... mmmmm! Held bara að þetta hafi verið notalegasta morgunstund sem ég hef átt hérna í Leuven. Svo klippti ég hana en hún varð jú að fá jólaklippingu svo hún fari ekki í jólaköttinn.
Kl. 14.00 fór ég í tíma í Constitutional Law og það var án efa lengsti tími í sögu veraldar. Kl. 16.00 sharp (Lee) hjólaði ég sem vindurinn á bleika fáknum uppá lestarstöð þar sem ég beið óþreyjufull eftir öllum lestunum frá Brussel. Um 17.00 mætti skvísan á svæðið og það er ekki laust við að það hafi vottað fyrir tári í hvarmi af ánægju! Já við erum væmnir stelpukjánar. You know you love us.
Við héldum beina leið heim í Penthásið þar sem ég bauð uppá Orange Breezer og kjúlla. Svo höfðum við það bara voða notó. Seinna um kvöldið og þónokkrum bjórum (og hvítvínsflösku....) síðar kíktum við niðrí bæ á College Cocktail bar. Þar fékk Hlín að hitta fjölskylduna, Boga, Ólafíu og Birki, en betri helminginn hafði hún hitt fyrr um kvöldið. Kvöldið enduðum við nú samt frekar snemma enda báðar þreyttar.
Laugardeginum eyddum við í Leuven. Fengum okkur brunch/lunch á Foodmaker, tékkuðum aðeins á búðunum, hleyptum Vidda aðeins úr veskinu til að viðra sig, kíktum eins og einu sinni á Stellu eða svo and did a little sightseeing. Fengum okkur ólífur og kirsuber (hvor ætli hafi fengið sér hvað...? Sá sem giskar á rétt fær pakka um jólin frá mér.. mohahha) Báðum tókst okkur að versla partýdress fyrir kvöldið og matching Caribbean Cruize þema-átfitt. Svo var það heim í sturtu og "tilbúa" sig. Um sjöleytið fórum við á ítalska staðinn og fengum okkur pizzu og hvítvín. Eftir matinn kom Hafdís og við röltum saman í partýið, sem var btw á enda veraldar.... eða hvað finnst þér Hlín? Sko 5 mínútna labb í Leuven er eins og 25 mínútna labb annarstaðar....
Caribbiean Cruize partýið var alger snilld og matching-átfittin slógu heldur betur í gegn. Partýið endaði í bænum og bærinn endaði með fylgd heim af þrískildum þjóðverja að nafni Claus rétt fyrir 7 að sunnudagsmorgni. Myndirnar koma á netið vandlega ritskoðaðar og verða ekki sýndar hverjum sem er. Held samt að þær séu það eina sem nái að lýsa stemningunni sem ríkti.
Við skældumst á fætur, hressar og ferskar (höhömm) um hádegi á sunnudeginum og ég eldaði þynnkumat. Eftir það ákváðum við að kíkja til Brussel á jólamarkaðinn. Já, já, förum ekkert mörgum orðum um þá ferð: Markaðurinn var ágætur, þynnkan var rosaleg, vafflan var ekki alveg að gera nógu góða hluti, þynnkan var rosaleg, kvöldmaturinn var skítsæmilegur miðað við ástand, var ég búnað segja að þynnkan var rosaleg..., írski pöbbinn kom sterkur inn og bíóferðin var belgísk svo ég segi nú ekki meir.
Svo var það heim í háttinn því ferðalangurinn þurfti snemma á fætur til að ná 2 lestum og flugi.
Helgin í heild var alveg frábær. Yndislegt að fá svona góðan gest. Og núna er ekki nema 1 og 1/2 mánuður í að ég skelli mér til Edinborgar í heimsókn til hennar. Jibbíkóla!!
Eftir að hafa fylgt Hlínsunni á lestarstöðina at the crack of dawn á mánudegi tók ég þá upplýstu ákvörðun að fara heim og sofa meira. Það endaði með því að vakna ekki fyrren kl. 15.00. Mjög töff atriði. Mér varð því ekki mikið úr verki þann daginn.

Í gær fór ég í heimsókn í European Court of Justice í Lúxemborg. Það var meiriháttar gaman, bæði að sjá dómstólinn og borgina. Við lögðum af stað kl. 05.30 að morgni með rútu og vorum komin til Lúx um 9 leytið. Eftir öryggistjékk fengum við smá kynningu á dagskrá dagsins og hlýddum því næst á málflutning í máli The Commission vs. Germany (eitthvað varðandi samruna og leyfilegan eignarhluta vegna fyrirhugaðra kaupa Porche á Volkswagen... whatever, málið er ekki til prófs, ég fór bara í ferðina til að tékka á gaurunum sko...65+ á diskinn minn...). Eníhú, eftir málflutninginn talaði prófessorinn okkar, sem er einmitt einn af dómurum Evrópudómstólsins, og svaraði spurningum. Fyrsta spurningin var einmitt sú hvort eðlilegt væri að fólk í réttarsal svaraði spurningum sem dómarar leggðu fyrir málflytjendur, en það er einmitt nákvæmlega það sem gerðist meðan á málflutningi stóð. Kennaranum fannst það frekar fyndið og sagði, tja, nei... ekki mjög algengt, á mínum 18 árum sem dómari hjá Evrópudómstólnum hefur þetta gerst einu sinni. Í dag!! Það er sem ég segi; því sem ég lendi í!! Hvert sem ég fer þá bara er hasar!! Eftir hasarinn fengum við ekki alveg jafn spennandi kynningu á Court of First Instance af einum dómara hans. Um hádegi og vægast sagt orðin hungruð héldum við niðrí miðbæ þar sem við höfðum nokkra klukkutíma í frí. Við gerðum nú ekkert voðalega mikið, borðuðum og röltum um miðborgina en það er ótrúlega fallegt í Lúxemborg. Reyndum aðeins fyrir okkur í Lúxemborgískunni og sóttum um vinnu í KB banka en hvorugt hafði árangur sem erfiði...

Í dag svaf ég yfir mig og mætti of seint í tíma. Eftir tíma fór ég í lönds með norðurlandabúunum. Eftir löndsinn kíktum við á jólamarkaðinn hérna í Levuen sem opnaði í dag og miðað við hann er sko Brussel jólamarkaðurinn bara prump. Leuven jólamarkaðurinn er ótrúlega krúttlegur. Það er svo gaman þegar bærinn lifnar svona við með jólaljósum og húllumhæi. Auk þess sem annar hver bás þarna bíður uppá jólaglögg. Ræærarææ. Sko Leuven er bara klárlega staðurinn skiljiði...! Svo þurfti ég að skunda í bankann og borga leiguna og svo var meiri skóli. Kl. 20.00 þegar við vorum loksins, loksins búin í tíma ákváðum við Hafdís og Birkir að flippa ærlega og fara út að borða. Og nú er minns bara ekki að nenna að fara að læra og er þessvegna að blogga frá sér allt vit... Er þetta ekki að verða komið gott? Er ég búnað ná takmarkinu? Held það bara. Bara eitt enn: Í DAG ERU 8 DAGAR ÞANGAÐ TIL ÉG FER TIL ÍSLANDS. Where we do too have crimes, our own language and our own currency. Yes, laugh all you want but we are fabulous!
Toodles!

P.s. Hlín, þú mátt velja: Ástralía - Þýskaland - Svíþjóð. Ég veit að þér hefur náttlea alltaf langað að koma til Ástralíu en Þýskaland bíður líka upp á ýmsa möguleika og Svíþjóð hefur kostinn að vera svo stutt að fara... en það er u.þ.b. eini kosturinn sem Svíþjóð hefur... mohahaha! Hvað finnst þér?

Tuesday, December 05, 2006

Weekends are for partying

Jæja 007 stóð svo sannarlega fyrir sínu. Ég verð nú bara að segja að mér finnst nýji Bondinn alveg tótallí hot og nýjasta myndin kom skemmtilega á óvart. Hressandi tilbreyting frá gömlu myndunum. Eftir bíóið á föstudagskvöldið fórum við nokkur og fengum okkur kokteil niðrí bæ. May the founder of Mojitos rest peacefully in his grave.... if he's dead that is, if not... Mazel tov!
Á laugardaginn ætlaði ég að vera voða dugleg að læra... Studying is overrated. Fire ze mizzlez!
Um kvöldið bauð Hafdís mér í mat, kertaljós og dinnermjúsik. Voða rómó. Kl. 20.45 sharp brunaði ég heim á hjólinu og stefndi beint í bækurnar. Ég var ekki fyrr sest en ég fékk sms frá þýskum flæmskunámskeiðsvini mínum. God I'm popular. Þar með voru bókaplanið shot to shit, enda lærdómur á laugardagskvöldi lowest of the low. Við byrjuðum á keilu í Leuven's bowling center og ég komst að því að þó ég hafi unnið 2 danskar stelpur og homma í Finnlandi sökka ég feitt í keilu. Fyrir glögga má sjá hér á myndinni að ég er með helmingi færri stig en Andi sem vann. Fucking kangaroos. Þá tókst mér einmitt, yet again, að kasta kúlunni aftur fyrir mig. It takes skill I tell you and do not, I repeat, do not try this at home. Eftir að hafa tapað royally 3svar í röð í keilu (bowling is for nerds anyways) fórum við á fabulous hjólunum okkar niðrí bæ. Ji, mar er orðinn svo Belgískur að það hálfa væri. Fórum á kaffihús/bar sem heitir Café Manger... held ég. Eníveis, þar var fullt af fólki sem við þekktum og við enduðum bara á að dansa frá okkur allt vit. Skældumst semi drukkin heim á hjólunum undir morgunn! Hihih!
Minns var bara ekkert þunnur á sunndaginn, leigði mér DVD, með íslenskum texta (wtf!) og hafði það voða gott allan daginn. Um kvöldið tók samviskan völdin og ég hundskaði mér loksins að bókunum og hef verið þar meira og minna síðan.
Fleira var það ekki,
Toodles

Friday, December 01, 2006

Dwarf, don't barf...

Mamma stelpunnar sem býr við hliðana á mér er í heimsókn. Hún kemur alltaf reglulega til að laga til. Aldrei kemur mamma mín og lagar til hjá mér. Ég græði samt líka á að mamman sé í heimsókn. Því þá hættir stelpan að nota klósettpappírinn minn og ruslapokana mína. Henni er nefnilega ekki einungis ókleift að þrífa hjá sér heldur getur hún ekki farið í búðina og keypt klósettpappír og ruslapoka. Það er líka mjög erfitt. Ég meina búðin er alveg í 5 mínútna göngufæri og þegar maður finnur búðina loksins þarf að finna pokana og pappírinn. Og ryksugan, hún er sko alltaf geymd á 1. hæð í húsinu okkar. Við búum á 4 hæð. Þannig að þetta er snúið. Ég myndi gráta mig í svefn ef ég væri stelpan og ætti ekki svona góða mömmu.

Því sem ég lendi í....
London var æðisleg. Hvað er það við London sem er svona meiriháttar? Það bara getur ekki klikkað að fara þangað. Yndisleg borg. Og það var svo gaman að hitta Ásgerði mína. Tvöföld hamingja. Fullkomnlega þess virði að þola rútuferð dauðans báðar leiðir. Hvað er þetta samt með Breta og að vera ekki í Schengen? Stupid ass nerds. Ef mar er farinn að flagga vegabréfinu oftar en visakortinu er eitthvað ekki alveg right. Það lá við að maður þyrfti vegabréf til að komast á klósettið. Jæja, nóg um það.
Allavega, ég var mætt til London eldsnemma á föstudagsmorgni eftir klukkutíma svefn. Fékk mér góðan kaffibolla og lærði í 2 tíma. Svo rölti ég að Buckingham Palace til að heilsa upp á drottninguna, stoppaði bara stutt enda highly busy and important, svo gegnum Green Park, niður Piccadilly og loks uppá Oxford street og að British museum. Ætlaði að geyma ferðatöskuna mína í skáp á lestarstöðinni en skáparnir heyra nú sögunni til sem og ruslatunnur á lestarstöðvum Lundúnaborgar. Stupid ass terrorists.
British museum var ágætt. Kannski ekki alveg jafn meiriháttar og ég hafði búist við en samt nauðsynlegt að skoða það 1x. Um 3 leytið settist ég á Starbucks, mmmmmmmmmm guð blessi Starbucks, og fékk mér Café Mocca og lærði í u.þ.b. 2 tíma. Svo var kominn tími til að hitta Íslendingana. Komst á leiðarenda til Wandsworth, Surrey eftir 2 lestarferðir og náði þar að slaka aðeins í tær. Fara í sturtu og punta mig. Um kvöldið fórum við Sjöfn á Wagamama sem er á árbakka Thames, rétt hjá London eye en það er japanskur veitingastaður með alveg dýrindismat. Eftir matinn fórum við á næsta bar sem við sáum og fengum okkur Cosmopolitan. Mmmm, me like! Um miðnætti hittum við á afganginn af liðinu og kíktum á lítinn klúbb þarna rétt hjá. Svo var það bara tiltölulega snemma í háttinn.
Á laugardeginum fórum við í English Brunch og röltum svo um Covent Garden. Ótrúlegt en satt þá keypti ég mér ekkert! Alla helgina! Trúi þessu varla ennþá. Reyndar virkaði visakortið mitt ekki til neins annars en að kaupa lestarmiða so that might have had something to do with it... heheh! Stupid ass Eurocard.
Eftir kínverskan take-away kvöldmat og 2 vodka-Redbull fórum við á diskótek End. Það er 2ja og 1/2 hæða og teknótónlist allsráðandi. Nú til að höndla slíka stemningu dugir ekkert annað en þónokkrar ferðir á barinn og eftir því sem vodka-Redbull-irnir urðu fleiri því skemmtilegra varð. Skrýtið...! Um hálf tvö komu 3 strákar og fengu að tilla sér hjá okkur. Þeir fengu sér svo nokkrar línur á borðinu, þökkuðu fyrir sig og fóru. Fullkomnlega eðlilegt. Heilt yfir gott kvöld með óvæntum uppákomum á hverju horni.
Daginn eftir drifum við stelpurnar okkur snemma á fætur og kíktum aðeins á Oxford street áður en tími var kominn á brottför fyrir mig. Heimferðin var ekki betri en útferðin, 2 rútubílstjórar sem hvorugur talaði ensku og virtust ekkert vita hvert þeir voru að fara. Við villtumst einmitt í Brussel sem var skemmtileg gulrót eftir annars góða 7 tíma rútuferð. Gaman af þessu.
Ég er búin að vera hálf þreytt í vikunni, það gerir aldurinn sjáiði til, erfitt að vera á svona flandri verandi 19 ára. Svaf einmitt til 15.30 á mánudeginum sem var mjög töff atriði í ljósi þess að ég átti að mæta í tíma kl. 9 um morguninn.
Á þriðjudaginn var matarklúbburinn/kjúllaklúbburinn þar sem ég eldaði voða góðan mexikanskan kjúklingarétt, þó ég segi sjálf frá. Gekk reyndar ekki vel að versla hráefni í réttinn. Stupid ass grocery stores in Belgium. Uppskriftina fékk ég á þessum vef. Alger snilld. Segiði svo að mar sé ekki að læra eitthvað hérna í Belgíunni. Hver hefði trúað að ég gæti eldað eitthvað ætilegt? Tja, ekki margir skal ég segja ykkur. Hef nú hingað til ekki verið þekkt fyrir góða hluti í eldhúsinu.
Á miðvikudagskvöldið skruppum við á Open-mæk night á Wink. Þar var sænskur kunningi okkar að spila. Kvöldið var alveg frábært, endaði á að vera miklu lengur en ég ætlaði mér.
Í gær fórum við stelpurnar í lunch og kaffi á eftir. Fékk svona smá Lögbergs fíling, þegar maður nennti ekki að læra meira plataði mar einhvern til að kíkja á Brennsluna með sér og hékk svo þar tímunum saman. Aaaa það er svo gott að vera í skóla stundum.
Í kvöld er ég að fara á James Bond.
Ég skal reyna að blogga oftar og styttra næst Tinna mín ;) Þetta verður vonandi síðasta langa bloggið...
Eeeen í dag er vika þangað til Hlínsan kemur og 3 vikur þartil ég kem til Íslands!!!
Where did the time go? Where have I been....! Rúski karamba....
Toodles