Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, February 26, 2008

Fugly

Í Belgs er komið vor. Og hvernig veit ég það? Ég er með moSKÍTÓbit inni í lófanum. Svo er ég með fjórar bólur. Og ógisslega hvít. Eeeeen ég ákvað nú um síðustu helgi að kveðja ljótuna/Belguna og skellti mér í klippingu. And I haven't been able to stop crying since. Við erum að tala um skalla að aftan og sítt að framan. I'm officially Belgian and not loving it. Eeeen eins og móðir mín benti réttilega á vex það víst aftur hárið. það var bara svo ljótt að ég ákvað að laga það aðeins og klippti mig bara sjálf í gær... það lita sem var eftir. já já, ræðum það ekkert frekar.

Allt kurrrreisí að gera mar. Gústos að koma á fimmtudaginn. Bara svona temmilega spennt fyrir því. Ekkert búnað pæla mikið í því sko... eða undirbúa neitt. Eða þrífa eða soleis skiljið. Bara varla hugsað um'idda. Mmmmmhmmmmm

Ég lenti í nýju ævintýri í lestinni. Einhver ógeðslegur kall (sem reyndar var ótrúlega ordinary looking) sat á móti mér í lestinni og starði á mig. And before you ask var hann EKKI myndó. Svona ca. fimmtugur kall í ljósum kakíbuxum (vill einhver segja Belgum að það er ekki töff að vera í ljósum kakíbuxum, seriously!) og þunnt hár. Hann lét sér þó ekki nægja að stara á mig heldur byrjaði hann að klóra sér í lille man. Takk fyrir og bless. Ég ákvað bara að vera mjög pen og gaf honum illt augnaráð og færði mig í annann vagn í lestinni. Og hafðu það!

Áfram með smjérið
More later

Wednesday, February 20, 2008

Orange anyone?

Ég held að Lindsay Lohan Ásgeirs Kolbeins long lost sister.

Saturday, February 09, 2008

Tónleikar

Bókasafnið hér í Leuven, sem er einkennismerki borgarinnar, var byggt af Bandaríkjamönnum eftir síðari heimstyrjöld sem gjöf til borgarinnar. Byggingin er stór og mikil með háum turni. Í turninum eru klukkur (eins og kirkjuklukkur) sem hringja á kortersfresti. Suma daga spila klukkurnar hinsvegar lög. Lög eins og gamla slagara með Elton John eða John Lennon, Sinfóníur Mozarts og fleiri snillinga svo eitthvað sé nefnt. Það er engin sérstök regla á því hvaða daga klukkurnar spila eða hvaða lög þær spila en dagurinn í dag er einmitt einn af þessum dögum. Ég bý ca. 200m fjarlægð frá bókasafninu. Hér er útsýnið af svölunum hjá mér.

Eftir vinnu í gær ákváðum við Fríða að skella okkur í 1 bjór. Vinnavikan var búin að vera afar löng og ströng og við áttum svo sannarlega skilið að slaka aðeins á með einum köldum. Einn kaldur breyttist hinsvegar fljótlega í Sushi og hvítvín, Martini, Vodka í Redbull og svaðalegt tjútt. Þvílík stemning! Heimkoma í morgun var rúmlega 6.30. Þá "svaf" ég í 2 tíma en þurfti þá að fara á fætur til að sinna verkefnum dagsins. Hressandi.

Núna er ég alls ekkert þunn og meiriháttar hress. Ég er að undirbúa verkefni í Lögskýringum og njóta þess að hlusta á ljúfa tóna bókasafnsklukknanna.

Life is good.

Friday, February 08, 2008

Fugly

Hárið á mér hefur náð nýju hæðum í ljótleika. Það er svo ljótt að ef ég væri úti á götu að labba með Justin Timberlake (sem augljóslega er every day event hjá mér) myndu gangandi vegfarendur ekki taka eftir Justin vegna þess hversu áberandi ljótt hárið á mér er. Ef það væri ekki hárið sem næði fullri athygli þeirra væri það ofbirta í augun vegna þess hversu hvít ég er.
Í staðinn fyrir að fara í ljós og litun og klippingu (guð hvað ég sakna mömmu) hef ég ákveðið að gerast trend-setter. Ljótt hár og hvítt hörund er framtíðin. Hver sá sem reynir að sannfæra ykkur um annað er greinilega á mála hjá einhverju fégráðugu snyrtifyrirtækinu. Ég læt sko ekki blekkjast. Ónei, foreldrar mínir kenndu mér nú betur en það. Ég set hérna með splunkunýja mynd af mér til að rökstyðja mál mitt. Ef þið sjáið mig ekki er það afþví ég er samlið bakgrunninum.
Það besta við þetta er samt að nú blandast ég vel inn í belgískuna. Belgar eru nefnilega allir með hvítuna og fugly hár. Yndislegt.

Toodles

Tuesday, February 05, 2008

....

Loksins eru komnar nýjar myndir af höllinni minni. Vona að þetta virki.... ég og tölvur höfum nú ekki verið þekktar fyrir harmónískt samband.

Um helgina hélt ég semi-innflutninspartý. Það var svakalegt stuð, enda ekkert nema Íslendingar á staðnum. Þeir klikka ekki þegar kemur að drykkju og góðu glensi. Ég á nú eitthvað aðeins eftir að ritskoða myndirnar áður en ég set þær á netið... nú er maður komin í fullorðinsvinnu og fullorðinsleik (takið eftir hvernig endirinn á orðinu er "sleik". Þið megið ráða hvort ég er í leik eða sleik) alla daga. Þá þýðir nú lítið að vera með einhverjar sveittar fyllerísmyndir af sjálfum sér á veraldarvefnum. Óneei. Þeir dagar eru liðnir...

Það var rosa fínt veður um helgina, eins og sjá má á myndunum, og þessvegna nýtti ég tíman milli partýa og þynnku í að útrétta og djæfa í bænum. Á sunnudaginn fengum við Fríða okkur svo late-lunch, kaffi og göngutúr. Enduðum á að fara í bíó á frekar vafasama mynd.

Friday, February 01, 2008

Fimmtudagur til f***dans

True story
Í gær svaf ég yfir mig. Þegar ég var komin uppá lestarstöð ákvað ég að fara í passamyndasjálfsala. Ég geri það alltaf á fimmtudagsmorgnum. Svo geymi ég myndirnar og ber þær saman reglulega. Passamyndasjálfsalinn var hinsvegar ekki eins samvinnuþýður í gær og hann er venjulega. Ég skvetti á mig smá púðri og gloss, lagaði hárið og setti upp Zoolanderinn. Svo byrjaði ég að setja mynt í peningaraufina. Myndatakan kostar 5€ og það vildi svo skemmtilega til að ég átti bara 4.90€ og sjálfsalinn gefur ekki til baka. F***k!
Taka tvö.
Eftir vinnu fór ég aftur í sjálfsalann vopnuð 5€ seðli. Á sjálfsalanum er stór auglýsing þess efnis að hægt sé að greiða fyrir myndatökuna með 5€ seðli. Já nei. Það er bara ekki rassgat hægt. Double f***k!
Næst fór ég í bankann. Ég hafði pantað nýtt debet kort hjá þeim í nóvember eftir að veskinu mínu var stolið. Mánuði eftir að tölvunni minni var stolið. Kortið var ekki í bankanum. Það hafði verið sent á óþekkt heimilisfang og fannst hvergi. Því korti þurfti því að loka og panta nýtt. Ég þurfti sko samt að borga fyrir bæði kortin. Augljóslega. F**itar!
Þá var ferðinni heitið í ráðhúsið þar sem ég þurfti að sækja um dvalarleyfi.
"Hefurðu áður sótt um dvalarleyfi hér"
"Já, ég var með dvalarleyfisskírteini sem rann út 30. nóvember. Því var hinsvegar stolið í fyrir jól"
"Þú verður að tilkynna það til lögreglunnar"
"Ég gerði það á sínum tíma"
"Þú verður að fara aftur til lögreglunnar með 2 passamyndir af þér"
"....Uuuuu... og afhverju ætti ég að gera það"
"Til að tilkynna að skírteininu hafi verið stolið"
"En ég er búin að tilkynna skírteinið stolið og er með lögregluskýrsluna hérna með mér".
"Nei nei nei, það gengur ekki" (ertu eitthvað verri manneskja!!) "Þú verður að fara aftur til lögreglunnar með 2 passamyndir. Svo bíðurðu í 2-3 vikur. Svo kemurðu aftur til mín með 4 passamyndir "
"Okey hvað er málið með passamyndirnar? "
"...." (þessi ætti nú bara að vera inná hæli - augnaráð).
"Og eftir hverju er ég að bíða í þessar 2-3 vikur"

"Eftir að ég geti framlengt dvalarleyfinu þínu"
"Get ég ekki bara sótt um nýtt"
"Fyrst þarftu að fara á lögreglustöðina með passamyndirnar"
Á lögreglustöðinni:

"Dvalarleyfisskírteininu mínu var stolið fyrir jól. Ég er hérna með 2 passamyndir handa ykkur" (why, WHY???)
"Þú hefðir átt að koma strax og því var stolið!!"

"Ég gerði það, ég tilkynnti allt veskið, með skírteininu, stolið í nóvember"
"Bíddu, ertu búin að tilkynna skírteinið stolið"
"Já, ég gerði það strax og því var stolið"

"Afhverju ertu þá hérna"
"Mig vantar nýtt dvalarleyfisskírteini"
"Þá ferðu bara í ráðhúsið, það er hérna handan við hornið".
"Ég var semsagt að koma þaðan. Þeir sendu mig hingað".
"Nú... að gera hvað"?
"Mér var sagt að koma hingað með 2 passamyndir".
.....

Og til að gera langa sögu stutta fékk ég engar passamyndir, ekkert debetkort og ekkert dvalarleyfi. Triple f***k!!

Ég hef nýja virðingu fyrir ólöglegum innflytjendum. Who can take this crap?

Góða helgi elskurnar mínar ;o)