Svo byrjaði skólinn
Ja hérna, vikan er heldur betur búin að vera erilsöm. Skólinn byrjaði á þriðjudaginn. Fyrstu 2 vikurnar í skólanum felast í svokölluðu "shopping" eins og kennararnir kalla það. Þá mætir maður í sem flesta tíma til að máta. Svo velur maður úr. Úrvalið er fjölbreytt og gott. Kennararnir eru flestir framúrskarandi og námsefnið mjög spennandi. Þar af leiðandi lenti ég, drottning valkvíðans, að sjálfsögðu í smá krísu með þetta alltsaman. Mar vill náttlea ekki vera með buyers remorse alla önnina! Lán í óláni að 5 af tímunum sem ég hafði áhuga á sköruðust og þar af leiðandi var í raun bara valið fyrir mann. Nú er lokavalið komið á blað (með bleki) og því ekki aftur snúið.
Af öðru sem gerðist í vikunni má nefna eftirfarandi (ætla samt að taka fram að vikan var exta full afþví hún var tileinkuð stúdentum, einskonar hátíð í tilefni skólasetningar):
Þriðjudagur: Mætt með sveitta efrivör í Puplic international Law kl. 11.00 eftir að hafa villst í öllum krókum og kimum lagadeildar nema þeim rétta. Var í tíma til 13.00 en þá fórum við Íslendingarnir í Ölmu 1 (sem er nú orðið einskonar ritual, lunch kl. 13-14 í Ölmu 1) og fengum okkur gúrmei mat... Mmmmm. Yfir hádegismatnum sannfærði Bogi okkur Birki um að kl. 14.00 væri alveg meiriháttar sniðugur tími í upplýsingatækni sem við bara mættum ekki missa af. Þannig að auðvitað mættum við í hann. Riiiigght. Alveg hreint mei-heiri-háttar tími. Lets just say I won't be buying anything Bogi Guðmundsson is selling anytime soon. Uuuu svo þurftum við aðeins að stússast, alltaf brjálað að gera þó kaupið sé lágt.
Um kvöldið var fyrsti matarklúbbur vetursins. Bogi og Ólafía elduðu þetta líka dýrindis buritos og buðu uppá bjór með. Mmmmmmmm (í alvöru mmmm sko, ekki eins og Ölmu 1 mmmm). Um miðnætti skelltum við okkur niðrí bæ en VRG, sem er félag laganema hér, var með partý á Music Café, héðan í frá known as Svitadiskó. Þar var hellingur af fólki og gríðar stemning. Við skvettum í okkur nokkrum bjórum og skelltum okkur svo á dansgólfið. Held að kvöldið hafi náð hámarki þegar remix útgáfa af gamla slagaranum Everybody dance now var spilað og mannskapurinn gjörsamlega trilltist. Já eða þegar Ik Wil Je, sem við kjósum að kalla flæmska Gleðibankan var spilað. Smekkfólk þessir Belgar. Nú enn sem fyrr átti Bogi náttúrulega dansgólfið með óborganlegum töktum. Því verður ekki lýst með orðum. Svo fórum við bara heim í háttinn um 2.
Miðvikudagur; ekki laust við smá þynnku... Mætt í The Court of Justice and the emerging Common Law of Europe kl. 11.00 sharp. Leist rosa vel á þann tíma. Lönds í Ölmu kl. 13 og frí til fjégur. Sá tími var að sjálfsögðu vel nýttur í að erindast svo kl. 16 mætti ég í Anthropology of Legal Systems and that would be a big no no. Prófaði svo Family Law sem er kennt á sama tíma og leist rosa vel á hann. Kl. 18 var svo Human Rights og hann lofaði mjög góðu. Klukkan 20 var ég mjög fegin að vera loksins búin að dreif mig heim að elda. Um kvöldið kíkti ég svo á tónleika sem voru úti í Leuven Stad park en garðurinn hafði þá um daginn verið undirlagður fyrir allskonar kynningarstarfsemi á komandi háskólaári. Svo kíktum við niður í miðbæ á Oude Markt en þar var útibíó. Varla hægt að lýsa þessu og læt því myndirnar sem koma bráðum tala sínu máli. Þennan dag kom líka pakkinn að heiman með fullt af drasli. Góð póstþjónusta mar, pabbi sendi kassann á fimmtudaginn síðasta frá Íslandi og hann er bara kominn upp að dyrum hérna 6 dögum seinna! Thanx to Taxi post. Ánægð með'etta.
Fimmtudagur: enginn skóli og því bara sofið út sem var voða notalegt. Daginn notaði ég í að útrétta, enn eina ferðina. Verð eiginlega að viðurkenna að ég man ekkert hvað ég var að brasa. Dagarnir eru svo fljótir að líða, svo er það svo skrýtið að samfélagið byrjar ekki að virka fyrren svo seint á daginn, svona um 10 og svo er allt lokað í hádeginu og svo allir farnir heim um fjögur. Merkilegt alveg hreint. Keypti mér samt 2 skólabækur og pikkaði upp smá glósur, Keypti líka lestarmiðan á flugvöllinn fyrir morgundaginn. Um kvöldið voru útitónleikar, eða réttara sagt heitasti DJ-inn í bransanum (svo er okkur sagt af Belgunum), var að spila á Oude Markt. Þangað vorum við mætt um 19 til að fá sæti. Þeirri stemningu er varla hægt að lýsa. Þetta var ótrúlegt. Í kringum 10.000 manns samankomnir á torginu í þvílíku reifi! Varla einu sinni hægt að láta myndirnar tala sínu máli. Eilea svona had to be there stemning. Tónlistin var líka fyndnust í heimi. Jæja, nóg um það, eftir tónleikana sem stóðu til rúmlega 23 fórum við á Svitadiskó þar sem VRG var aftur með partý fartý. Þar var rosa stuð og eignuðumst við m.a. eina norska vinkonu. Mar er alltaf að míngla sjáiði til... work it, work it!
Föstudagur: ööööörlítil þynnka. Samt varla til að tala um. Höhöm. Lönds í Ölmu, mæli ekki með því sem þynnkumat... nema þá kannski til að losa sig við... Anyways, enginn skóli hjá mér þann daginn. Byrjaði á því að þvo og svo fórum við Hafdís á heimsenda til að reyna að leigja hjól. Þar var náttlea búið að loka, enda klukkan rétt rúmlega fjögur og Skúli Fúli skreið fram í mér. Jæja, við kíktum aðeins í H&M og Skúli kvaddi. Svo fór ég í matvörubúðina og heim að elda. Í gærkvöldi kíktum við hreysikettirnir aðeins til Ma og Pa til að þvo og fá lánuð verkfæri. Dagurinn í dag var voða notalegur. Skruppum í morgun til að sýna Birki stuðning á æfingu... sýna stuðning/tjékka á sætu gaurunum = same difference. Kíktum á gymið í leiðinni og leist svona semi vel á. Huxa að við leitum á önnur mið þó. Það kemur allt í ljós eftir að ég kem frá Finnlandi. Eftir hádegi fórum við svo í Leuven stad park með bækurnar og lágum þar og sleiktum sólina. Já, þetta er allt frekar ömurlegt hérna. Alveg glatað. Ekki nema 25 stiga hiti.
Í kvöld ætlum við út að borða hjá Ítölunum. En núna þarf ég að fara að pakka!!! Finland is only a few hours away!! Miita vittu!!!
Þangaði til næst ;)